18.11.2009 - 23:06 | SFÞ
Slátrun hjá Dýrfiski ehf. á Þingeyri
Fyrsta slátrun hjá Dýrfiski ehf. á eldisfiski, sem þeir hafa í kvíum á Haukadalsbótinni svonefndri, hófst 16. þessa mánaðar. Slátrað var um 2 tonnum. Í dag renndi svo Dýrfiskur, nýr bátur i eigu félagsins að bryggju með önnur tvö tonn. Bátur þessi kom til Þingeyrar 6. nóvember síðastliðinn í fyrsta sinn til nýrra eigenda þ.e. Dýrfisks. Fiskurinn sem er regnbogasilungur eða "Íslendingur" ættaður frá Laxalóni, er slægður og þrifinn hjá Vísi hf., ýsaður í kör og fluttur þannig suður samdægurs. Er hér um tilraunaslátrun að ræða sem getur gefið af sér mörg störf hér á Þingeyri í framtíðinni, og eru Dýrfirðingar mjög ánægðir með þetta framtak.
Fleiri myndir má sjá hér.
Fleiri myndir má sjá hér.