A A A
  • 1966 - Ólafur Kristján Skúlason
07.04.2015 - 18:16 | Hallgrímur Sveinsson

Skynlausar skepnur?

Og hver er hér kominn á miðjum sauðburði á Brekku hjá frú Guðrúnu nema Hemmi okkar Gunn! Ljósm. H. S.
Og hver er hér kominn á miðjum sauðburði á Brekku hjá frú Guðrúnu nema Hemmi okkar Gunn! Ljósm. H. S.
« 1 af 3 »

Það er merkileg skepna sauðkindin og því merkilegri sem menn kynnast henni betur.

Þau Sigríður á Hrafnabjörgum og Sigurjón í Lokinhömrum töluðu við sínar kindur eins og við mann og annan og það hefur margur sauðamaðurinn og smalinn gert í gegnum tíðina. Og ásauðurinn sperrir eyrun og skilur fleira en margur hyggur.

   Nú. Það var fyrir nokkrum  árum að smalinn á Brekku í Dýrafirði fór yfir á Hrafnseyradal í Arnarfirði í haustleitir og hitti þar fyrir 12 geldar veturgamlar gimbrar í einum hóp. Þetta var um 12-14 km leið og yfir Hrafnseyrarheiði að fara. Hann ávarpaði þær á máli sem þær skildu og sagði þeim að koma nú heim til sín því það væri orðið áliðið og allra veðra von á fjöllum.

Og hvað skeði? Morguninn eftir stóð hópurinn við girðinguna á Brekku. Skynlausar skepnur?  

 

Hallgrímur Sveinsson.

« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30