05.09.2015 - 06:54 | BIB,skutull.is
Skutull.is fer í leyfi
Skutull.is fer nú í síðbúið sumarleyfi. Fréttamiðillinn hefur starfað frá haustinu 2007 og miðlað fréttum og fróðleik sem varða samfélag og þjóðlíf á Vestfjörðum. Á fyrstu árum vefsins tóku umsjónarmenn sumarfrí frá ritun frétta, en síðustu ár hefur vefurinn verið uppfærður með nýjum fréttum og tilkynningum nánast daglega.
Sumarfrí Skutuls.is mun standa frá 1. september og þar til aðstæður eða ástæður krefjast þess að aftur verði tekið til við skrif í þágu vestfirskrar byggðar. Á meðan má benda á aðra ágæta fréttavefi á Vestfjörðum, svo sem: bb.is,litlihjalli.is og þingeyri.is.
Aðstandendur Skutuls.is þakka Vestfirðingum og öðrum lesendum fyrir samstarf síðustu ára.
Sumarfrí Skutuls.is mun standa frá 1. september og þar til aðstæður eða ástæður krefjast þess að aftur verði tekið til við skrif í þágu vestfirskrar byggðar. Á meðan má benda á aðra ágæta fréttavefi á Vestfjörðum, svo sem: bb.is,litlihjalli.is og þingeyri.is.
Aðstandendur Skutuls.is þakka Vestfirðingum og öðrum lesendum fyrir samstarf síðustu ára.