Sjónvarpspistill: - Gísli Marteinn er ágætur en….
Okkur sumum spekingunum hérna fyrir vestan finnst að Gísli Marteinn megi hugsa betur sinn gang á föstudagskvöldum.
Þetta eru mest leikarar, prímadonnur og einverjir stjórnmálakappar. Þekktar persónur sem alltaf eru í sviðsljósinu. 40 – 50 manns sem láta ljós sitt skína hvar sem í þær næst. Sama tuggan upp aftur og aftur. Hið vænsta fólk en það vantar eitthvað. Eiginlega hálfgert snobb. Húmorinn oft ekki upp á marga fiska. Við náttúrlega undanskiljum ýmsar stjörnur eins og Ragnheiði Gröndal og slíkar. Maður bara slekkur á þessu eins og fleiru.
Það vantar fólkið af götunni. Hinn venjulega Íslending sem ekki er alltaf á leikhússfjölum. Hér má fara í skóla hjá Svavari Gests, Hemma Gunn, Jónasi Jónassyni, Jóni Múla og þeim stórkostlegu mönnum öllum.