24.09.2009 - 11:26 | bb.is
Sjö vilja starf skólastjóra
Sjö umsóknir bárust um stöðu skólastjóra Grunnskólans á Þingeyri að sögn Kristínar Óskar Jónasdóttur, grunnskólafulltrúa Ísafjarðarbæjar. Þrjár umsóknir bárust áður en fyrri umsóknarfresturinn rann út en síðan bættust fjórar við þegar umsóknarfresturinn var framlengdur. „Umsækjendur verða teknir í viðtal næstu daga og ákvörðun um ráðningu ætti að liggja fyrir í næstu viku," segir Kristín Ósk