A A A
09.03.2015 - 07:20 | BIB,bb.is

Sérstaða Grunnskólans á Þingeyri

Grunnskólinn á Þingeyri.
Grunnskólinn á Þingeyri.
Grunnskólinn á Þingeyri er fámennur skóli þar sem mörg áhugaverð verkefni eru í gangi. Skólaþróun er mikilvægt starf í grunnskóla og þær leiðir sem Grunnskólinn á Þingeyri hefur meðal annars fetað eru spjaldtölvur í skólastarfi, opinn skóli, áformsvinna og samkennsla. Grunnskólinn á Þingeyri vinnur eftir gildunum virðing, ábyrgð, samheldni og gleði.

Stefanía Ásmundsdóttir er skólastjóri Grunnskólans á Þingeyri. Hún er félagsliði og kennari að mennt ásamt því að hafa lokið 90 ECTS-einingum í uppeldis- og menntunarfræði. Stefanía býr og starfar á Þingeyri og hefur starfað þar í tvo vetur. 

Stefanía fjallaði um sérstöðu skólans á Þingeyri í Vísindaporti dagsins hjá Háskólasetri Vestfjarð á Ísafirði síð'asta föstudag.
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30