25.08.2016 - 22:53 | Byggðastofnun,skutull.is,Vestfirska forlagið
Samfélagsmiðstöð á Bíldudal: - Flytja bókasafnið í Skrímslasetrið
Byggðastofnun hefur styrkt 45 verkefni um samtals 57 milljónir króna í gegnum verkefnið Brothættar byggðir.
Í tilkynningu frá stofuninni kemur fram að styrkirnir ná til sjö svæða á landinu. Tekið er mið af því að verkefnin sem styrkt eru séu í samræmi við þær áherslur sem íbúarnir hafa sjálfir lagt á íbúaþingum sem haldin voru í upphafi verkefnistímans. Eitt verkefnanna er Samfélagsmiðstöð á Bíldudal. Að koma upp sameiginlegri menningarmiðstöð, þar sem íbúar geta komið saman til hinna ýmsu verkefna. Flytja á bókasafn Bíldudals í Skrímslasafnið og búa þar hlýlegt og gott umhverfi með betra aðgengi fyrir eldri borgara. Miðstöðin nýtist sem nokkurs konar samfélagsmiðstöð þar sem hægt er að koma saman í smáum og stórum hópum. Aðstaða verður þar einnig fyrir námsmenn til að læra og stunda fjarnám.
Í tilkynningu frá stofuninni kemur fram að styrkirnir ná til sjö svæða á landinu. Tekið er mið af því að verkefnin sem styrkt eru séu í samræmi við þær áherslur sem íbúarnir hafa sjálfir lagt á íbúaþingum sem haldin voru í upphafi verkefnistímans. Eitt verkefnanna er Samfélagsmiðstöð á Bíldudal. Að koma upp sameiginlegri menningarmiðstöð, þar sem íbúar geta komið saman til hinna ýmsu verkefna. Flytja á bókasafn Bíldudals í Skrímslasafnið og búa þar hlýlegt og gott umhverfi með betra aðgengi fyrir eldri borgara. Miðstöðin nýtist sem nokkurs konar samfélagsmiðstöð þar sem hægt er að koma saman í smáum og stórum hópum. Aðstaða verður þar einnig fyrir námsmenn til að læra og stunda fjarnám.
Fleiri styrkumsóknir í verkefninu á Bíldudal eru til afgreiðlu. Styrkirnir ganga til ýmissa samfélagsverkefna. Hér eru nokkur dæmi: Í Grímsey er styrkfjármunum ársins að stærstum hluta varið til úrbóta á fjarskiptasambandi. Á Breiðdalsvík er verið að koma upp upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn, á Kirkjubæjarklaustri er veittur styrkur til útivistar- og umhverfisfræðslu í Kirkjubæjarskóla og á Raufarhöfn á að gera tólf söguskilti um Raufarhöfn ásamt því að vinna vídeóverk þeim tengd. Skiltin verða í mánaðarröð og lýsa markverðum hlutum er gerðust á svæðinu í hverjum mánuði fyrir sig. Í Hrísey er unnið að frumhönnun og smíði á sérhæfðum tækjum til þurrkunar á lífrænum náttúruafurðum.