Saga dagsins: - Meistarinn varð að taka út úr sér fölsku tönnurnar!
Úr því við vorum að nefna hér tíðindamenn erlendra stórblaða í Dýrafirði í gær, þykir okkur rétt að rifja upp að þeir hafa verið hér um slóðir áður.
Og kemur hér saga dagsins:
Þess er að minnast að eitt sinn fyrir um þrjátíu árum var ástand vegarins fyrir Dýrafjörð alveg hrikalegt. Það var hola, hola, hola.
Gunnar Sigurðsson, meistari og kaupmaður í Hlíð á Þingeyri, er einn af þessum óborganlegu, orðheppnu Vestfirðingum. Þegar þetta var þurfti Gunnar nauðsynlega að skreppa út að Núpi. Þegar þangað kom hitti hann Kára skólastjóra á hlaðinu.
Þá tók Gunnar meistari og arkitekt svo til orða:
„Vegurinn er svo svakalegur að ég varð að taka út úr mér fölsku tennurnar svo þær brotnuðu ekki uppi í mér.“
Svo vildi til að Kári skólastjóri var fréttaritari New York Times eða eitthvað. Hann sendi fréttina um fölsku tönnurnar á öldum ljósvakans.
Þannig komst ástand vega í Dýrafirði í heimsfréttirnar!