A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
15.06.2017 - 06:46 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

Saga dagsins: - Að hitta stúlku

Gísli á Uppsölum.
Gísli á Uppsölum.

Á Uppsölum í Selárdal í Arnarfirði bjuggu foreldrar bræðranna Sigurðar, Gísla og Gests Gíslasona. Vegna ólíkra stjórnmálaskoðana ræddu þeir bræður ekki mikið saman. Allir voru þeir einstrengingslegir í pólitík. Sigurður var sjálfstæðismaður, Gísli krati en Gestur kommi.

Eitt sinn var símamaður í eftirlitsferð með símalínum staddur á Uppsölum að vori til. Leysingar voru í ánni og stórir jakar á fleygiferð.

Talið var að alls ekki væri fært yfir ána og vöruðu heimamenn gestinn við að reyna slíkt fyrr en daginn eftir.

Símamaðurinn sér nú þó að gangandi maður nálgast ána, dembir sér út í, veður upp í brjóst og ryður jökunum frá sér. Gengu menn út á tröppur og þóttust kenna að þar færi Bjarni í Hvestu og væri að líkindum að heimsækja Rögnu unnustu sína, sem þá var á Skeiði í Selárdal. Enda þótt Bjarni væri hraustmenni þóttu þessar aðfarir glæfralegar.


Stóðu þeir bræður þögulir og horfðu á Bjarna vaða ána.

Enginn vildi mæla fyrstur. Á endanum gat þó Gestur ekki setið á sér og sagði lágt og eins og við sjálfan sig:

“Eitthvað má þetta nú vera gott.”


« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31