A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
03.02.2015 - 21:42 | Hallgrímur Sveinsson

Saga af snjóbíl

Barði Kristjánsson frá Þingeyri var um skeið snjóbílstjóri. Ljósmyndina tók Hallgr. Sveinsson uppi á Hrafnseyraheiði 25. 02. 1997
Barði Kristjánsson frá Þingeyri var um skeið snjóbílstjóri. Ljósmyndina tók Hallgr. Sveinsson uppi á Hrafnseyraheiði 25. 02. 1997

Árið 1990 voru Þingeyrar-og Auðkúluhreppur sameinaðir í eitt sveitarfélag undir nafninu Þingeyrarhreppur. Þess er að minnast í því sambandi, að ein aðal forsendan fyrir þeirri sameiningu var að fenginn var nýr og fullkominn snjóbíll á svæðið. Húnbogi Þorsteinsson í félagsmálaráðuneytinu gekk hart fram í því máli ásamt heimamönnum, sem höfðu frumkvæðið. Var snjóbíllinn að fullu greiddur úr ríkissjóði. Átti hann að þjóna fólki hér um slóðir sem öryggis- og hjálpartæki þegar í harðbakkann slægi. Snjóbíll þessi, sem er ítalskur af Leitner gerð, er nú að verða 25 ára gamall. Hægt er að troða í hann 10-15 manns ef út í það er farið.

    Þetta öryggistæki hefur oft sannað gildi sitt hér í Vestfirsku Ölpunum. Hefur Gunnar G. Sigurðsson frá Ketilseyri lengst allra verið bílstjóri á bílnum og staðið sig frábærlega vel í því hlutverki, ásamt þeim sem áður héldu um það stýri. Og hann er enn á þeirri vakt.


Hallgrímur Sveinsson 

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31