21.06.2017 - 18:22 | bb.is,Björn Ingi Bjarnason,Hlaupahátíð 2016,Vestfirska forlagið
STRANDBLAKIÐ Á SÍNUM STAÐ
Það er áralöng hefð fyrir stigamóti í strandblaki á Þingeyri í tilefni Dýrafjarðardaga en þeir verða í ár 30. júní - 2. júlí. og í ár er engin undantekning.
Þetta mun vera í 12. skipti sem mótið er haldið á Þingeyri, en það er Íþróttafélagið Höfrungur sem stendur fyrir mótinu.
Þetta er þriðja stigamótið á árinu og munu stigahæstu liðin keppa á Íslandsmótinu síðar í sumar. Keppt er í fullorðinsflokki, bæði kvenna og karla og að sögn Dýrleifar Hönnu Sigmundsdóttur mótsstjóra rennur skráningarfrestur út mánudaginn 26. júní.
Nánari upplýsingar má nálgast á Facebooksíðu mótsins.
Þetta mun vera í 12. skipti sem mótið er haldið á Þingeyri, en það er Íþróttafélagið Höfrungur sem stendur fyrir mótinu.
Þetta er þriðja stigamótið á árinu og munu stigahæstu liðin keppa á Íslandsmótinu síðar í sumar. Keppt er í fullorðinsflokki, bæði kvenna og karla og að sögn Dýrleifar Hönnu Sigmundsdóttur mótsstjóra rennur skráningarfrestur út mánudaginn 26. júní.
Nánari upplýsingar má nálgast á Facebooksíðu mótsins.