A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
10.06.2017 - 06:43 | bb.is,Björn Ingi Bjarnason,Vestfirska forlagið

SJÓMANNADAGUR FRAMUNDAN

Sjómannadagurinn er sunnudag 11. júní og víða verður mikið um dýrðir.

Á Patreksfirði er hefð fyrir miklum hátíðarhöldum og á því verður engin undantekning að þessu sinni. Á dagskránni má sjá Stebba og Eyfa, Hreim og Matta, Skímó og Sirkus Íslands og er þá fátt eitt talið en nánari dagskrá má nálgast á facebook síðu Sjómannadagsráðs.

Bolvíkingar eru líka vanir að gera sér glaðan dag og hefja dagskrána á Þuríðardeginum á morgun og enda á sunnudag með kaffisölu Kvennadeildar Landsbjargar í Félagsheimilinu.  Þar á milli má heyra í Hirti Trausta og Maríu Ólafs, skella sér í hátíðarsiglingu eða fylgjast með leikhópnum Lottu. Margt fleira er í boði en dagskrána má nálgast á heimasíðu Bolungarvíkurkaupstaðar.

Á Flateyri dorga bæði ungir og gamlir, skella sér í reiptog, koddaslag og flekahlaup en dagskráin hefst á föstudegi með Pub Quiz á Vagninum og endar á siglingu um fjörðinn kl. 13:00 á sunnudaginn. Þar á milli má til dæmis á laugardagskvöld skella sér á dansleik í Samkomuhúsinu þar sem F1 rauður ætla að trylla lýðinn á dansgólfinu og fá sér kaffi og með‘í yfir miðjan daginn hjá Kvenfélaginu Brynju. Allt um sjómannadaginn á Flateyri má sjá á facebooksíðu dagsins.



« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31