A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
08.06.2017 - 08:08 | Björn Ingi Bjarnason,Morgunblaðið,Vestfirska forlagið

Rúmlega 44 milljónum króna úthlutað úr -Starfslaunasjóði sjálfstætt starfandi fræðimanna-

19 sjálfstætt starfandi fræðimenn hljóta styrk til starfa.

Stjórn Starfslaunasjóðs sjálfstætt starfandi fræðimanna lauk nýverið úthlutun úr sjóðnum fyrir árið 2017.

Samkvæmt upplýsingum frá sjóðnum bárust alls 54 umsóknir og hlutu 19 sjálfstætt starfandi fræðimenn styrki úr sjóðnum eða um 35% umsækjenda.

Sótt var um samtals 414 mánuði eða ríflega 153 milljónir kr. Rúmlega 44 milljónum ísl. kr. var úthlutað í styrki eða tæplega 29% umbeðinnar upphæðar. Konur sóttu um 22 styrki og karlar um 32 styrki.

Konur sóttu um laun í 183 mánuði og karlar í 231 mánuð, en mánaðarlaunin nema 370 þús. kr.

Alls hlutu 12 karlar starfslaun að upphæð rúmlega 24 milljónir eða í 66 mánuði. Úthlutunarhlutfall karla vegna starfslauna var því 29%.

Alls hlutu sjö konur starfslaun að upphæð tæplega 20 milljónir eða í 54 mánuði. Úthlutunarhlutfall kvenna var því 30%.

„Stjórn sjóðsins mat umsóknir eftir gæðum þeirra og efnistökum: Greiningu á stöðu þekkingar, markmiðs, nýnæmis, frumleika og verk- áætlunar. Tekið var tillit til líklegrar birtingar niðurstaðna til gagns fyrir almenning og fræðasamfélag,“ segir í tilkynningu frá Rannís og tekið fram að hafna hafi þurft mörgum styrkhæfum umsóknum.

Sjö umsækjendur hlutu starfslaun að upphæð 3.330.000 ísl. kr. hver.
Þetta eru:
Anna Jóhannsdóttir fyrir Landskilningur. Um nátt- úruskilning, samfélag og landslagsmyndlist á Íslandi;
Arngrímur Ví- dalín Stefánsson fyrir Grettis saga: Hugmyndir, áhrif, kenningar;
Guðrún Ingólfsdóttir fyrir Sjálfsmynd 19. aldar skáldkvenna og glíman við hefðina;
Magnús Þór Þorbergsson fyrir Íslensk leiklist í Vesturheimi: Sviðsetningar sjálfsmyndar og þró- un tungunnar á leiksviði meðal íslenskra innflytjenda í NorðurAmeríku;
Ólína Kjerúlf Þorvarð- ardóttir fyrir Húslækningar og heimaráð. Íslenskar alþýðu- og nátt- úrulækningar í þjóðtrú og vísindum;
Sigríður Matthíasdóttir fyrir Rannsókn á ferð Pálínu S. Guðmundsdóttur Ísfeld (1864-1935) til Vesturheims út frá sjálfsævisögu hennar
og Vilhelm Vilhelmsson fyrir Grænlandsdvöl Rannveigar H. Líndal, 1921-1923.

Sjö umsækjendur hlutu starfslaun að upphæð 2.220.000 ísl. kr. hver.
Meðal þeirra eru Arndís S. Árnadóttir fyrir Sögu Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1939-1999; Páll Baldvin Baldvinsson fyrir Síldarævintýrið og Viðar Hreinsson fyrir Náttúrur og fornar frásagnir. Um náttúru- og umhverfissýn í mótun íslenskra miðaldafrásagna.

Fimm umsækjendur hlutu starfslaun að upphæð 1.110.000 ísl. kr. hver.


« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31