23.08.2016 - 20:21 | Vestfirska forlagið,Bændur og búalið
Rjómaballið á Núpi 27. ágúst 2016
Rjómaballið, árviss fögnuður bænda og búaliðs, verður haldinn að Núpi í Dýrafirði, laugardaginn 27. ágúst 2016.
Það er fyrir löngu orðin hefð hjá bændum á Vestfjörðum að halda samkomu síðsumars, eða síðasta laugardag í ágúst, sem fékk fljótlega nafnið „Rjómaball“
Veislustjóri Hundur í óskilum. Halli og Þórunn leika fyrir dansi. Hlaðborð að hætti Núpsbræðra.