A A A
  • 1968 - Freyr Jónsson
  • 1973 - Sigmar Örn Sigþórsson
  • 1996 - Viktoría Fönn Kjerúlf
18.02.2017 - 21:11 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

Reynir minkaveiðimaður: - Fékk 16 minka í Dýrafirði og 5 í Önundarfirði

Reynir minkasérfræðingur að störfum á Söndum í gær. Aðeins glittir í ljósmyndarann, Friðbert J. Kristjánsson, sauðfjár- og æðarbónda í Hólum, sem var fylgdarsveinn Reynis.
Reynir minkasérfræðingur að störfum á Söndum í gær. Aðeins glittir í ljósmyndarann, Friðbert J. Kristjánsson, sauðfjár- og æðarbónda í Hólum, sem var fylgdarsveinn Reynis.

Reynir Bergsveinsson, minkaveiðimaðurinn landskunni frá Gufudal, sá sem kann tófumál, hefur verið á yfirreið hér um slóðir undanfarna daga. Er hann að vitja um veiðitæki sín, svokallaðar minkasíur sem hann smíðar sjálfur eftir eigin patenti. Eru þær listilega smíðaðar og geta tekið allt upp í 5-6 minka eftir stærð og jafnvel fleiri.

Er skemmst frá að segja að Reynir fékk 14 minka utan Þingeyrar og 2 í Hjarðardal í Mýrahreppi  í síur sínar sem hann setti allar upp í haust. Var það fyrir hvatningu bænda og búaliðs. Einkum var það Grímur á Eyrinni sem blés í þá lúðra, þótt sá náungi sé ekki kenndur við dýraveiðar yfirleitt en liggur þess meira í bókum!

   Minkarnir, veiddust sem hér segir:

Sveinseyri 5

Haukadalur 1 (læða)

Sandar 6

Hof 2

Hjarðardalur í Mýrahreppi 2

Reynir telur að dýrin hafi komið í síurnar í desember og janúar. Á Mýrum og Læk voru engir minkar í sínum Reynis. Á því geta menn séð að aðgerðir hans eru farnar að bera árangur. Þar koma dúnbændurnir  auðvitað einnig við sögu, en þeir mega heita gráir fyrir járnum allan ársins hring ásamt málaliðum sínum.

   Í sunnanverðum Önundarfirði fékk Reynir svo 5 minka. Það er greinilega nóg til.

   Tófa er tófa og minkur er minkur. Hann er aðflutt skaðræðisdýr í íslenskri náttúru og verður að halda í skefjum sem slíkum eftir því sem kostur er. Lágfótu líka, en hún á sinn þegnrétt í landinu engu síður en mannskepnan.


« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31