A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
30.01.2016 - 16:32 | Hallgrímur Sveinsson

Reykjavíkurstrákur segir frá: - Í Reykjavík í kringum 1950

Hallgrímur Sveinsson á vettvangi dagsins á Þingeyri með hinn heimsfræga dýrfirska leikfangabíl Dúa.
Hallgrímur Sveinsson á vettvangi dagsins á Þingeyri með hinn heimsfræga dýrfirska leikfangabíl Dúa.
« 1 af 3 »

„Undirritaður er alinn upp á götunum í Reykjavík af einstæðri móður í hópi fjögurra systkina. Það má merkilegt kalla hvernig það blessaðist allt saman hjá þeirri stórkostlegu manneskju. Stundum var maður svangur, jafnvel dögum saman. Þá bjargaði maður sér oft með því að fara að selja blöð niðri í bæ. Og jafnvel kom fyrir að maður náði sér í eitthvað ófrjálsri hendi. Það var ekki eins voðalegt og hjá þeim félögum, Gunnari M. Magnúss og Óskari Jóhannssyni á Suðureyri og í Bolungarvík, sem við höfum vitnað í hér að framan. Allar bjargir bannaðar. Þeir gátu ekki farið að selja blöð niðri í bæ!
En í Reykjavíkinni gat maður alltaf reddað sér einhvern veginn. Það er að segja þeir sem höfðu einhverja sjálfsbjargarviðleitni. Ef ekki gaf á sjó jafnvel vikum saman hér fyrir vestan var voðinn vís eins og þeir Gunnar og Óskar segja. En samhjálpin var í brjósti fólksins. Það er það stórkostlega. Vissulega var hún einnig fyrir hendi í höfuðborginni. En að þiggja af sveit! Neðar varð ekki komist. Í það epli urðu þó sumir að bíta ellegar deyja drottni sínum.“

 

Hallgrímur Sveinsson.

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31