28.05.2015 - 15:16 | BIB,bb.is
Rassar á Ísafirði
Skólahljómsveitin Rassar spilar tvívegis á Húsinu á Ísafirði núna fyrir helgina.
Rassarnir voru stofnaðir í Héraðsskólanum á Núpi í Dýrafirði fyrir 46 árum.
Í hljómsveitinni eru þeir Egill Ólafsson, Rúnar Þór Pétursson og Benedikt H. Benediktsson, en þeir voru allir á Núpi veturinn 1969-70.
Rassar komu saman í fyrrasumar á nemendamóti á Núpi eftir áratuga pásu og hafa síðan tekið fram hljóðfærin endrum og eins.
Rassar ætla að spila á Húsinu á Ísafirði í kvöld og annað kvöld frá kl. 22 til miðnættis.
Rassarnir voru stofnaðir í Héraðsskólanum á Núpi í Dýrafirði fyrir 46 árum.
Í hljómsveitinni eru þeir Egill Ólafsson, Rúnar Þór Pétursson og Benedikt H. Benediktsson, en þeir voru allir á Núpi veturinn 1969-70.
Rassar komu saman í fyrrasumar á nemendamóti á Núpi eftir áratuga pásu og hafa síðan tekið fram hljóðfærin endrum og eins.
Rassar ætla að spila á Húsinu á Ísafirði í kvöld og annað kvöld frá kl. 22 til miðnættis.