Rangar upplýsingar frá Vegagerðinni?
„Þó fengum við fregnir af því að einhverjar vinnuvélar hafi stungið sér í gegn yfir Hrafnseyrarheiðina til að koma efni inn í Mjólkárvirkjun. Þrátt fyrir það var ástandslýsingu Hrafnseyrarheiðarinnar ekki breytt á vefsvæði Vegagerðarinnar en þar er leiðin yfir heiðina enn merkt rauðum lit til marks um ófærð. Einnig fréttum við af jeppum sem komið hefðu „þarna vesturúr"," segir Ársæll og er ómyrkur í máli í garð Vegagerðarinnar.
Hann segir það hafa komið á daginn á Hrafnseyrarheiðin var flennifær en á Dynjandisheiði hafi verið fimm snjóspýjur en sú hæsta hefur kannski verið um hálfur metri að þykkt og voru þær allt upp í 20-30 metra breiðar „Hvernig stendur á því að ekki er hægt að senda einn mann til að plægja í gegnum samtals 200 metra af snjó á 20 km vegarkafla? Ef slík aðgerð er svo gríðarleg kostnaðaraukning að nauðsynlegt er að brjóta mannréttindi heils landsfjórðungs þá er greinilega nauðsynlegt að endurskoða vinnu- og framkvæmdareglur Vegagerðarinnar. Ég hreinlega neita að trúa því sem einhver hélt fram, að kostnaðurinn við að halda þessu opnu hlaupi yfir hálfa milljón króna, án þess að sjá fyrir því sannanir. En burtséð frá aumum fyrirslætti varðandi mokstursleysi heiðanna þá er ekkert sem afsakar þá helberu lygi sem borin er á borð fyrir Vestfirðinga," segir Ársæll.
Bloggsíða Ársæls http://www.polli.blog.is/blog/polli/