A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
31.12.2008 - 02:20 | bb.is

Rangar upplýsingar frá Vegagerðinni?

Kl 19 í gær var Hrafnseyrarheiði sögð ófær á vef Vegagerðarinnar en vegfarendur höfðu annað um málið að segja og sögðu heiðina flennifæra.
Kl 19 í gær var Hrafnseyrarheiði sögð ófær á vef Vegagerðarinnar en vegfarendur höfðu annað um málið að segja og sögðu heiðina flennifæra.
Upplýsingarnar komu fram á vef Vegagerðarinnar í gær um að Hrafnseyrarheiði væri ófær. Stungu þær upplýsingar í stúf við það sem vegfarendur um heiðina höfðu um málið að segja. „Þetta er ekki spurning um ranga túlkun á aðstæðum, misskilning eða skort á vitneskju um raunverulegt ástand. Þetta er hrein og klár lygi sem er lögð fram að ásettu ráði," segir Ársæll Níelsson, leiklistarnemi frá Tálknafirði, en hann fór heiðina akandi í gær ásamt eiginkonu sinni, tengdaföður og tveimur ungum sonum. „Ég áætlaði að keyra frá Suðureyri til Tálknafjarðar og vonaðist til að komast stystu leið. Vegagerðin var beitt nokkrum þrýstingi og veit ég að yfir hana rigndi fyrirspurnum um færðina. Forráðamenn Vegagerðarinnar hvikuðu þó hvergi og stóðu fast við fyrri yfirlýsingar þó þær haldi tæplega vatni," segir Ársæll.

 

„Þó fengum við fregnir af því að einhverjar vinnuvélar hafi stungið sér í gegn yfir Hrafnseyrarheiðina til að koma efni inn í Mjólkárvirkjun. Þrátt fyrir það var ástandslýsingu Hrafnseyrarheiðarinnar ekki breytt á vefsvæði Vegagerðarinnar en þar er leiðin yfir heiðina enn merkt rauðum lit til marks um ófærð. Einnig fréttum við af jeppum sem komið hefðu „þarna vesturúr"," segir Ársæll og er ómyrkur í máli í garð Vegagerðarinnar.

 

Hann segir það hafa komið á daginn á Hrafnseyrarheiðin var flennifær en á Dynjandisheiði hafi verið fimm snjóspýjur en sú hæsta hefur kannski verið um hálfur metri að þykkt og voru þær allt upp í 20-30 metra breiðar „Hvernig stendur á því að ekki er hægt að senda einn mann til að plægja í gegnum samtals 200 metra af snjó á 20 km vegarkafla? Ef slík aðgerð er svo gríðarleg kostnaðaraukning að nauðsynlegt er að brjóta mannréttindi heils landsfjórðungs þá er greinilega nauðsynlegt að endurskoða vinnu- og framkvæmdareglur Vegagerðarinnar. Ég hreinlega neita að trúa því sem einhver hélt fram, að kostnaðurinn við að halda þessu opnu hlaupi yfir hálfa milljón króna, án þess að sjá fyrir því sannanir. En burtséð frá aumum fyrirslætti varðandi mokstursleysi heiðanna þá er ekkert sem afsakar þá helberu lygi sem borin er á borð fyrir Vestfirðinga," segir Ársæll.

 

Bloggsíða Ársæls http://www.polli.blog.is/blog/polli/

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31