A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
19.09.2016 - 09:02 | Vestfirska forlagið,Alþýðuflokkurinn 100 ára

RAUÐI BÆRINN ÍSAFJÖRÐUR

Myndin er af Samvinnufélagsbátunum á Ísafirði.  Ljósmynd: M.Simson/Ljósmyndasafnið Ísafirði,
Myndin er af Samvinnufélagsbátunum á Ísafirði. Ljósmynd: M.Simson/Ljósmyndasafnið Ísafirði,
« 1 af 2 »

Í tilefni þess að nú eru 100 ár frá stofnun Alþýðuflokksins – flokks jafnaðarmanna á Íslandi, efnir Bókmenntafélag jafnaðarmanna til hátíðarfundar á Ísafirði laugardaginn 24. september 2016, klukkan 14 í Edinborgarsalnum á Ísafirði.

Dagskrá:

Árni Gunnarsson formaður Bókmenntafélags jafnaðarmanna ávarpar fundinn, fundarstjóri verður Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir.

1. Rauði bærinn Ísafjörður
Sigurður Pétursson sagnfræðingur flytur erindi um sögu og áhrif jafnaðarmanna á Ísafirði.

2. Afkomandi gamalla Ísafjarðarkrata lítur yfir farinn veg
Einar Kárason rithöfundur ræðir hann sögu og mikilvægi jafnaðarmannahreyfinga, bæði hérlendis og erlendis.

3. Pallborðsumræða: Á jafnaðarstefnan ennþá erindi? 
Kolbrún Sverrisdóttir verkakona, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson fyrrverandi formenn Alþýðuflokksins ræða stöðu og hlutverk jafnaðarstefnunnar ásamt framsögumönnum. Stjórnandi umræðunnar: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir alþingismaður.

Allt áhugafólk um sögu og samfélagsmál er velkomið. 

Kaffiveitingar í boði Bókmenntafélags jafnaðarmanna.

Myndin er af Samvinnufélagsbátunum á Ísafirði. Birnir Samvinnufélags Ísfirðinga, stundum kallaðir Rússarnir, voru 7 vélbátar smíðaðir á árunum 1928-1929 til að bregðast við því þegar útgerðarmenn á Ísafirði og bankarnir seldu burtu stærstan hluta bátaflota bæjarins og vildu kenna um álögum og óstjórn rauða meirihlutans í bæjarstjórn. Samvinnufélagið og bátar þess urðu undirstaða atvinnulífs bæjarins á kreppuárunum og stolt Rauða bæjarins. Ljósmynd: M.Simson/Ljósmyndasafnið Ísafirði.


« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31