A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
19.11.2009 - 00:08 | SFÞ

Pakkhúsið endurreist

Pakkhúsið hefur tekið á sig endanlega mynd. Mynd: Sigmundur F. Þórðarson
Pakkhúsið hefur tekið á sig endanlega mynd. Mynd: Sigmundur F. Þórðarson
Nú er nýlokið frágangi á þaki gamla pakkhússins sem verið hefur í endurbyggingu undanfarin ár og húsið hefur tekið á sig endanlega mynd. Verkið er unnið undir dyggri stjórn Guðmundar Óla Kristinssonar húsasmíðameistara og þúsundþjalasmiðs frá Bolungarvík. Heimamenn hafa verið með í uppsetningu sperra og gerð þaks frá því í ágúst, smíði skarsúðar og langsúðar o.fl. Er þetta dýr og tímafrek aðgerð og nú er spurningin sú hvort fjármagn fáist til að halda áfram. Smíða þarf glugga, nýjar dyr, gólf á báðum hæðum, stiga og margt fleira. Vonandi verður hægt að hefja framkvæmdir á nýju ári og ljúka gerð hússins fyrir vordaga. Mætti þá til dæmis setja upplýsingamiðstöð ferðamála þarna inn í byrjun vors og væri það nú ekki amalegt í þessu stórkostlega húsnæði.
Fleiri myndir af Pakkhúsinu má finna hér.
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31