31.01.2012 - 22:33 | Tilkynning
Opið hús í leikskólanum Laufási
Leikskólinn Laufás verður með opið hús þann 6.febrúar. Öllum er velkomið að kíkja við frá 9-11:45. Boðið verður upp á útikakó og meðlæti frá 9:20-10:10 á hlóða-svæðinu. Eftir það verður sameiginlegur hópatími í íþróttahúsinu, sem velkomið er að fylgjast með. Dagur leikskólans er samstarfsverkefni Félags leikskólakennara, Félags stjórnenda leikskóla, mennta- og menningarmála-ráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Heimilis og skóla. Tilgangurinn er að auka jákvæða umræðu um leikskólann, vekja umræðu um hlutverk leikskóla og starf leikskólakennara og kynna starfsemina út á við.