A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
02.04.2015 - 16:39 | Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Öllu gamni fylgir nokkur alvara!

Davíð Davíðsson á Þingeyri með einn vænan.
Davíð Davíðsson á Þingeyri með einn vænan.
« 1 af 7 »

Þingeyrarvefurinn verður að játa upp á sig þá sök að 1. apríl fréttin um að Alþingi og ríkisstjórn hefðu komið sér saman um nýjar tillögur um viðreisn  á Vestfjörðum var tilbúningur. Þetta gaman féll í góðan jarðveg hjá ýmsum. Meira að segja sögðu sumir að þetta væri það besta sem komið hefði frá núverandi ríkisstjórn! En aðrir létu sér fátt um finnast. Hvað sem um það er, þá fylgir öllu gamni nokkur alvara. Vekjum við athygli á eftirfarandi í fullri alvöru:

  1. Það er komið nóg af skýrslum.
  2. Lífsspursmál er að leyfa Vestfirðingum að róa til fiskjar. Það er þjóðarnauðsyn að binda einhverjar aflaheimildir við byggðirnar.
  3. Fjöldi tækifæra er í vestfirskum byggðum ef menn vilja. Hvað með bændagistinguna? Þurfa ekki allir þessir blessuðu ferðamenn að sofa einhversstaðar? Meira að segja á Hornströndum. Er ekki upplagt að ferðamennirnir fái beint samband við vestfirska bóndann og hans fólk. Og beingreiðslur ætti skilyrðislaust að færa til Vesfjarða  frá þeim landshlutum þar sem verið er að nauðbeita örfoka land. Hér eru einhverjir bestu sauðfjárhagar í heimi. Og enn eru uppistandandi hér vestra sérfræðingar í sauðfjárrækt.
  4. Vestfjarðasjóðurinn. Við eigum öll lífeyrissjóðina, þar á meðal Vestfirðingar. Má ekki eyrnamerkja þeim í sérstakan lánasjóð nokkrar krónur af þeim 2,920 milljörðum sem þar eru fljótandi innanborðs? Þarf allt að gerast í Reykjavíkinni? Og þarf allt að fara í gegnum banka svo þeir græði sem mest?

                   Umboðsmaður Vestfjarða.

         Ríkissjórnin skipar sérstakan umboðsmann Vestfjarða til 5 ára með aðsetur vestra. Hefur hann yfirumsjón með viðreisninni undir stjórn forsætisráðherra. Fær hann víðtæk völd og vinnur í samráði og samstarfi við heimamenn. Auglýsa skal starfið og skýrt frá nöfnum umsækjenda. Æskilegt er að umboðsmaðurinn sé sjálfboðaliði sem á nóga peninga. Hann skal kappkosta að hafa heildaryfirsýn yfir málefni Vestfjarða. Hér duga ekki smáskammtalækningar, heldur markviss vinnubrögð. Umboðsmaður Vestfjarða verður að hafa brennandi áhuga á málefnum landsfjórðungsins. Hann skal leggja mikla áherslu á að kynna fyrir öðrum landsmönnum hvað Vestfirðir verða íbúavænir eftir viðreisnina. Kostnaður við Umboðsmann Vestfjarða skiptist til helminga á milli ríkissjóðs og sveitarfélaga á Vestfjörðum.

     Er eitthvað ofsagt hér eða vansagt?

 

Hallgrímur Sveinsson  

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31