A A A
  • 1963 - Jóhannes Frank Jóhannesson
  • 1979 - Marika Jopp
14.08.2016 - 14:20 | skutull.is,Vestfirska forlagið

Ólína gefur kost á sér til forystu fyrir Samfylkinguna

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir alþingismaður Samfylkingarinnar.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir alþingismaður Samfylkingarinnar.
Ólína Kjer­úlf Þor­varðardótt­ir hef­ur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti í próf­kjöri Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Norðvest­ur­kjör­dæmi sem fram fer dag­ana 8. - 10. sept­em­ber 2016.

„Ég er jafnaðarmaður að hug­sjón, set fólk í fyr­ir­rúm og brenn fyr­ir jöfnuð, rétt­læti og sann­gjarn­ar leik­regl­ur í sam­fé­lagi okk­ar. Mín helstu bar­áttu­mál hafa verið breyt­ing­ar á fisk­veiðistjórn­un­ar­kerf­inu, bætt­ar sam­göngurog vel­ferðar­mál. Ég vil að Ísland sé eitt sam­fé­lag fyr­ir alla þar sem hver maður fær að gefa eft­ir getu og þiggja eft­ir þörf­um. þar sem treysta má á gott og gjald­frjálst heil­brigðis­kerfi, sterkt mennta­kerfi og traust og skil­virt al­manna­trygg­inga­kerfi. Ég vil að byrðum sé dreift á herðar þeirra sem geta borið þær. Í velferðarsamfélagi á eng­inn maður að þurfa að ótt­ast af­komu sína vegna ör­orku, ald­urs eða fötl­un­ar. Eg vil samfélag þar sem þjóðarauðlind­ir eru nýtt­ar í þágu sam­fé­lags­ins og öfl­ugra at­vinnu­greina;  þar sem heil­brigt sam­keppn­is­um­hverfi rík­ir í öll­um at­vinnu­grein­um og mann­rétt­indi og at­vinnu­frelsi eru ófrá­víkj­an­leg krafa. Markaðurinn á að vera þjónn en ekki herra" segir Ólína.


Ólína var kjör­in á þing árið 2009 fyr­ir Sam­fylk­ing­una í Norðvest­ur­kjör­dæmi og sat þar til árs­ins 2013. Hún tók aft­ur þing­sæti síðasta haust við frá­fall Guðbjart­ar Hann­es­son­ar, fyrr­ver­andi vel­ferðarráðherra. Hún seg­ist í fram­boðstil­kynn­ingu þekkja þau mál sem brenna á byggðum lands­ins af eig­in raun. Vill hún beita sér fyr­ir bætt­um lífs­kjör­um og af­komu íbúa lands­byggðar­inn­ar.

,,Nú er brýnna en nokkru sinni að snúa við þeirri óheillaþróun sem orðið hefur í tíð núverandi ríkisstjórnar. Velferðarkerfið er í miklum vanda og engin menntastefna sjáanleg" segir Ólína. Hún segir að hægt og bítandi sé verið að ýta fólki inn í einkarekin heilbrigðis- og menntakerfi með því að fjársvelta svo hið opinbera kerfi að það rís ekki undir hlutverki sínu.  ,,Mikið verk er óunnið í samgöngumálum, byggðamálum, auðlinda- og atvinnumálum, málefnum skuldara, öryrkja, aldraðra og barnafólks.  

Fólkið fyrst! Krafan er um eitt samfélag fyrir alla."


« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30