Ofsaveður hefur gengið yfir suðurlandið í morgun með miklu fannfergi og vindhviðum sem fóru mest yfir 65 m/s. Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun fyrir landið allt, en fjallvegir hér á Vestfjörðum eru flestir ófærir eða þæfingur og vindhviður um og yfir 25 m/s.