13.09.2009 - 11:36 | bb.is
Óbreyttar horfur hjá Vísi hf.
„Horfurnar fyrir veturinn eru alveg óbreyttar frá því sem þær hafa verið undanfarin ár. Það hefur alltaf verið fremur erfitt á haustin. Þetta fer bara eftir því hvernig okkur gengur að fá fisk fyrir haustið. Þetta hefur að vísu farið heldur stopulla af stað en efni stóðu til eftir sumarfrí", segir Pétur H. Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf. í Grindavík, sem rekur fiskvinnslu á Þingeyri. „Að öðru leyti hefur ekkert breyst frá því að við hófum vinnslu á Þingeyri fyrir áratug og þar verður unnið með hefðbundnum hætti í allan vetur", segir Pétur. Starfsmenn vinnslunnar á Þingeyri eru núna um 25 en hafa yfirleitt verið á bilinu 25-35 eftir því hvað hefur verið að gera.
Vísir gerir út fimm báta sem veiða þar sem fiskurinn er og landa þar sem hentast er hverju sinni en síðan er honum ekið á vinnslustað milli landshluta eftir þörfum. „Þetta er allt með sama sniði og verið hefur hjá okkur í tíu ár", segir Pétur H. Pálsson. Auk Grindavíkur og Þingeyrar er Vísir hf. með starfsstöðvar á Húsavík og Djúpavogi.
Vísir gerir út fimm báta sem veiða þar sem fiskurinn er og landa þar sem hentast er hverju sinni en síðan er honum ekið á vinnslustað milli landshluta eftir þörfum. „Þetta er allt með sama sniði og verið hefur hjá okkur í tíu ár", segir Pétur H. Pálsson. Auk Grindavíkur og Þingeyrar er Vísir hf. með starfsstöðvar á Húsavík og Djúpavogi.