A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
Íþróttafélagið Höfrungur sýndi leik- og söngverkið Dragedúkken í fyrra
Íþróttafélagið Höfrungur sýndi leik- og söngverkið Dragedúkken í fyrra
Það er mikið líf og fjör í leiklistarlífinu á Þingeyri þessa dagana því þar er verið að æfa nýtt vestfirskt leikverk. Leikverkið tengist sögu Dýrafjarðar og má því segja að hér séu heimamenn að halda áfram að fjalla um eigin sögu en í fyrra settu þau á svið leikverkið Dragedúkken sem sló heldur betur í gegn. Leikurinn sá gerist í lok átjándu aldar og fjallar um kaupmanninn og tónskáldið Andreas Steenbach á Þingeyri. Nú er haldið enn lengra aftur í aldir því nýja leikverkið gerist í lok sextándu aldar og upphafi þeirra sautjándu. Leikurinn nefnist Eikin ættar minnar, af séra Ólafi á Söndum. Klerkurinn Ólafur Jónsson var mjög merkur maður fæddur um 1560 á Tálknafirði en varð prestur á Söndum í Dýrafirði 1596 og til æviloka. Var hann síðan kenndur við þann stað. Ólafur þjónaði á Söndum samfellt í 31 ár og andaðist þar árið 1627. Ólafur er eitt af fyrstu tónskáldum Íslandssögunnar og var meðal vinsælustu og virtustu skálda þjóðarinnar á sínum tíma. Það er því við hæfi að gera þessu höfuðskáldi góð skil á heimaslóðum. Höfundur og leikstjóri verksins er Elfar Logi Hannesson og tónlistarstjóri er Krista Sildoja sem einnig sér um tónlistarflutning. Alls taka 20 leikarar þátt í sýningunni en í heildina koma um 50 manns að sýningunni.

Eikin ættar minnar verður frumsýnt föstudaginn 12. mars kl.20 í Félagsheimilinu á Þingeyri. Miðasala hefst föstudaginn 5. mars í síma: 848 4055. Næstu sýningar á Eikin ættar minnar verða sem hér segir:
2. sýning sunnudaginn 14. mars kl. 20
3. sýning þriðjudaginn 16. mars kl. 20
4. sýning laugardaginn 27. mars kl. 20
Einnig verða tvær sýningar um páskana. Fyrri sýningin verður á skírdag 1. apríl kl.17 og seinni sýningin daginn eftir á föstudaginn langa kl.17.
Miðasala á allar sýningarnar hefst eins og áður sagði föstudaginn 5. mars og númerið er: 848 4055.
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31