29.12.2014 - 15:32 | bb.is
Nýtt lag frá Fjallabræðrum
Karlakórinn Fjallabræður sem upphaflega var kenndur við Önundarfjörð hefur opinberað eitt laganna af nýrri plötu sem er væntanlega fljótlega. Lagið heitir Áramótaheit og með því vill kórinn senda aðdáendum sínum jóla- og áramótakveðjur. Halldór Gunnar Pálsson kórstjóri samdi lagið eins og önnur á nýju plötunni og textinn er eftir Magnús Þór Sigmundsson. Myndband við lagið er unnið af sögusmiðunum Sirrý og Smára og það má sjá og hlusta á herlegheitin á Youtube.
Mikið er framundan hjá Fjallabræðrum á nýju ári. Þar má nefna nýja plötu, heimildarmynd um Þjóðlagið sem verður frumsýnd 1. janúar 2015, útgáfutónleikar og allskonar fjör.
Mikið er framundan hjá Fjallabræðrum á nýju ári. Þar má nefna nýja plötu, heimildarmynd um Þjóðlagið sem verður frumsýnd 1. janúar 2015, útgáfutónleikar og allskonar fjör.