A A A
  • 1981 - Brynhildur Elín Kristjánsdóttir
  • 1995 - Alexander Almar Finnbogason
  • 1996 - Margrét Unnur Borgarsdóttir
18.07.2017 - 08:10 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Hallgrímur Sveinsson,Björn Ingi Bjarnason

Núpsskóli til sölu eftir sex ára bið

Núpur í Dýrafirði í júní 2017. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
Núpur í Dýrafirði í júní 2017. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
« 1 af 2 »

 Hlé gert á söluferli í árslok 2010 og nefnd skipuð um aðkomu ríkisins að eignunum  Nefndin virðist ekki hafa skilað niðurstöðu  Engin skilyrði af hálfu ríkisins um framtíðarhlutverk skólahúsnæðisins

 

Þrjár bygg­ing­ar rík­is­ins, sem áður hýstu héraðsskól­ann að Núpi í Dýraf­irði, eru nú aug­lýst­ar til sölu. Sölu­ferli eign­anna hef­ur verið í biðstöðu síðan árið 2010. Þá skipaði þáver­andi mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra, Katrín Jak­obs­dótt­ir, nefnd sem gert var að setja fram hug­mynd­ir um framtíð eigna og aðstöðu rík­is­ins á staðnum.

Fjár­málaráðuneytið fól Rík­is­kaup­um að ann­ast sölu eign­anna í fe­brú­ar í fyrra. „Við höf­um verið að vinna í und­ir­bún­ingi síðan þá, það hef­ur tekið heilt ár,“ seg­ir Hall­dór Ó. Sig­urðsson, for­stjóri Rík­is­kaupa.

Hann seg­ir tíma­frekt að ganga frá ýms­um forms­atriðum er snúa að sölu rík­is­eigna sem þess­ara. Enn eru ekki öll smá­atriði frá­geng­in og enn á eft­ir að þing­lýsa lóð und­ir eitt hús­anna. „Þetta tek­ur oft bara svo gríðarlega lang­an tíma,“ seg­ir Hall­dór enn­frem­ur.

 

Eng­in skil­yrði um starf­semi

Ríkið set­ur eng­in skil­yrði um það hvers­kon­ar starf­semi vænt­an­leg­ir kaup­end­ur gömlu skóla­bygg­ing­anna muni stunda, en gisti­heim­ili og veit­ing­a­rekst­ur er í hluta hús­næðis­ins að Núpi í dag.

 

Að sögn Hall­dórs eru stund­um sett slík skil­yrði þegar álíka rík­is­eign­ir eru seld­ar. „Til dæm­is þegar við vor­um að selja Héraðsskól­ann á Laug­ar­vatni. Þá voru sett ákveðin skil­yrði, en það hef­ur ekki verið gert varðandi þessa sölu.“

Hann þekk­ir ekki störf nefnd­ar­inn­ar sem falið var að gera út­tekt á mögu­legri framtíðaraðkomu rík­is­ins á Núpi. „Það er svo oft þannig að það koma upp ein­hverj­ar hug­mynd­ir um hvað hægt sé að gera og mál fara í bið út af því, en svo er kannski ekki neinn grund­völl­ur fyr­ir hug­mynd­inni,“ seg­ir Hall­dór.

 

Störf nefnd­ar­inn­ar óljós

Katrín Jak­obs­dótt­ir var mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra er sölu­ferlið var sett í biðstöðu fyr­ir tæp­um sjö árum síðan. Hún seg­ir Núp vera merk­an stað í skóla­sögu Íslend­inga.

 

„Það var mik­ill áhugi fyr­ir því hjá heima­mönn­um að þeirri sögu yrðu gerð skil á þess­um stað,“ seg­ir Katrín í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Hún seg­ir að hún teldi eðli­legt að hið op­in­bera skoðaði hvað það gæti gert til að styðja með öfl­ugri hætti við menn­ingu og sögu, ekki síst á svæðum sem eiga und­ir högg að sækja varðandi mann­fjöldaþróun.

„Það var sýn Vest­f­irðinga að þarna mætti byggja upp ein­hvers­kon­ar auka­rekst­ur sem yrði til leigu, en einnig að sög­unni og menn­ing­ar­arf­leifðinni yrðu gerð skil, sem mér fannst mjög góð sýn fyr­ir þenn­an stað,“ seg­ir hún.

Katrín seg­ir að hún muni ekki hvort nefnd­in, sem skipuð var árið 2010, hafi skilað til­lög­um um framtíðaraðkomu hins op­in­bera að fast­eign­un­um að Núpi. Sam­kvæmt fyr­ir­spurn Morg­un­blaðsins til mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneyt­is­ins virðist svo ekki vera. Ekk­ert í skjala­safni ráðuneyt­is­ins bendi til þess að nefnd­in hafi skilað niður­stöðu.

Guðmund­ur Ástvalds­son, um­sjón­ar­maður fast­eigna rík­is­ins að Núpi, seg­ir eng­an hafa haft sam­band við sig enn til að fá að skoða eign­irn­ar. Þó viti hann til þess að Holl­vin­ir Núps­skóla hafi lengi haft hug á því að eign­ast elsta hús­næði héraðsskól­ans fyrr­ver­andi, sem byggt var árið 1931.

Morgunblaðið þriðjudaginn 18. júlí 2017.


 

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31