28.05.2015 - 08:25 | Unnur Sigfúsdóttir og Ragnar Gunnarsson,bb.is
Núðlusúpa frá Bollastöðum í Kjós
Við ætlum að bjóða upp á uppskrift af hálfgerðri naglasúpu. Það tekur í mesta lagi klukkustund að útbúa hana og hún er bæði bragðgóð og saðsöm. Hægt er að nota frosna kjúklingabita í súpuna og afgangs grænmeti. Það er því yfirleitt einfalt að skella í þessa súpu þó óvænta gesti beri að garði.
Núðlusúpa:
6 bitar lærakjöt af kjúklingi (eða 3 bringubitar)
3 sellerístilkar
3 gulrætur (nokkuð stórar)
1 laukur
púrrulaukur (ca. 5 cm bútur)
1 búnt vorlaukur
1 lítri kjúklingasoð
1-2 tsk Thailensk fiskisósa
Chilipipar (magn að eigin vali)
1 tsk rifið turmeric
1 msk rifið engifer
4-5 rif hvítlaukur
salt og pipar
Hrísgrjónanúðlur eða hveitinúðlur
Sjóða lærakjötið í ca. 1 lítra af vatni í 10 mínútur, salta og pipra eftir smekk. Fjarlægja froðuna sem myndast við suðu. Færa kjötið upp og kæla það aðeins, skera í passlega bita. Saxa sellerí, gulrætur, lauk, púrrulauk og helming vorlauksins í smáa bita. Kjötinu og grænmetinu bætt út í soðpottinn. Einum lítra af kjúklingasoði bætt við (ég kaupi yfirleitt soð í fernum). Hvítlaukur, turmerik og engifer rifið smátt á rifjárni og bætt út í súpuna. Suðan látin koma upp og fiskisósunni hellt út í. Það gýs upp frekar vond lykt af þessari sósu en hún gefur einkar gott bragð og mér finnst hún ómissandi í súpuna. Chili pipar bætt út í ef maður á annað borð vill hafa hann með. Ef súpan er ætluð börnum er sennilega betra að sleppa því að setja hann í.
Núðlurnar soðnar eftir leiðbeiningum á pakkanum. Síaðar og kældar undir rennandi vatni. Best er að hver og einn setji núðlur í sína skál því núðlurnar bólgna út ef þær liggja lengi í súpunni. Gott að hafa frjálst val um að setja niðurklipptan, hráan vorlauk, rifinn ost og/eða parmesan ost í súpuna. Láta bara hugmyndaflugið ráða með þessa hálfgerðu nagla-núðlusúpu.
Verði ykkur að góðu.
Unnur Sigfúsdóttir og Ragnar Gunnarsson frá Þingeyri.
Við skorum á vini okkar og frændfólk í Grindavík, Dýrfirðingana Sólborgu og Reyni að vera sælkerar næstu viku.
Núðlusúpa:
6 bitar lærakjöt af kjúklingi (eða 3 bringubitar)
3 sellerístilkar
3 gulrætur (nokkuð stórar)
1 laukur
púrrulaukur (ca. 5 cm bútur)
1 búnt vorlaukur
1 lítri kjúklingasoð
1-2 tsk Thailensk fiskisósa
Chilipipar (magn að eigin vali)
1 tsk rifið turmeric
1 msk rifið engifer
4-5 rif hvítlaukur
salt og pipar
Hrísgrjónanúðlur eða hveitinúðlur
Sjóða lærakjötið í ca. 1 lítra af vatni í 10 mínútur, salta og pipra eftir smekk. Fjarlægja froðuna sem myndast við suðu. Færa kjötið upp og kæla það aðeins, skera í passlega bita. Saxa sellerí, gulrætur, lauk, púrrulauk og helming vorlauksins í smáa bita. Kjötinu og grænmetinu bætt út í soðpottinn. Einum lítra af kjúklingasoði bætt við (ég kaupi yfirleitt soð í fernum). Hvítlaukur, turmerik og engifer rifið smátt á rifjárni og bætt út í súpuna. Suðan látin koma upp og fiskisósunni hellt út í. Það gýs upp frekar vond lykt af þessari sósu en hún gefur einkar gott bragð og mér finnst hún ómissandi í súpuna. Chili pipar bætt út í ef maður á annað borð vill hafa hann með. Ef súpan er ætluð börnum er sennilega betra að sleppa því að setja hann í.
Núðlurnar soðnar eftir leiðbeiningum á pakkanum. Síaðar og kældar undir rennandi vatni. Best er að hver og einn setji núðlur í sína skál því núðlurnar bólgna út ef þær liggja lengi í súpunni. Gott að hafa frjálst val um að setja niðurklipptan, hráan vorlauk, rifinn ost og/eða parmesan ost í súpuna. Láta bara hugmyndaflugið ráða með þessa hálfgerðu nagla-núðlusúpu.
Verði ykkur að góðu.
Unnur Sigfúsdóttir og Ragnar Gunnarsson frá Þingeyri.
Við skorum á vini okkar og frændfólk í Grindavík, Dýrfirðingana Sólborgu og Reyni að vera sælkerar næstu viku.