Níels og Þrymur Vestfjarðameistarar í skylmingum
Vestfjarðameistaramótið í skylmingum 2018 fór fram í íþróttahúsinu á Þingeyri í gær. Keppt var yngri og eldri flokki og var keppnin hörð. Í yngri flokki sigraði Þrymur Rafn Andersen eftir æsispennandi einvígi við Jóhann Friðrik Kristjánsson. Í unglinga- og fullorðinsflokki sigraði Níels Friðrik Harbo eftir einvígi við Hauk Sigurðsson.
Hópurinn er búinn er að æfa stíft síðasta mánuðinn undir handleiðslu Arnars Sigurðssonar Blábankastjóra, en hann er fyrrum íslandsmeistari í skylmingum. Framhaldsnámskeið er áætlað á nýju ári og stefnir hópurinn allur á að halda ótrauður áfram.
Heyrst hefur að fleiri skylmingalið séu að skjóta upp kollinum hér á Vestfjörðum, í Bolungarvík og jafnvel í Súðavík. Það má því gera ráð fyrir að enn harðar verði barist á næsta Vestfjarðameistaramóti.