A A A
  • 1937 - Ólafur Veturliði Þórðarson
  • 2010 - Mikael Rafn Jónsson
Hópurinn saman kominn ásamt Arnari þjálfara
Hópurinn saman kominn ásamt Arnari þjálfara
« 1 af 6 »

Vestfjarðameistaramótið í skylmingum 2018 fór fram í íþróttahúsinu á Þingeyri í gær. Keppt var yngri og eldri flokki og var keppnin hörð. Í yngri flokki sigraði Þrymur Rafn Andersen eftir æsispennandi einvígi við Jóhann Friðrik Kristjánsson. Í unglinga- og fullorðinsflokki sigraði Níels Friðrik Harbo eftir einvígi við Hauk Sigurðsson.

 

Hópurinn er búinn er að æfa stíft síðasta mánuðinn undir handleiðslu Arnars Sigurðssonar Blábankastjóra, en hann er fyrrum íslandsmeistari í skylmingum. Framhaldsnámskeið er áætlað á nýju ári og stefnir hópurinn allur á að halda ótrauður áfram.

 

Heyrst hefur að fleiri skylmingalið séu að skjóta upp kollinum hér á Vestfjörðum, í Bolungarvík og jafnvel í Súðavík. Það má því gera ráð fyrir að enn harðar verði barist á næsta Vestfjarðameistaramóti.

« Febrúar »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28