Námsmatsdagar í Grunnskólanum á Þingeyri
Með hækkandi sól og birtu þreyjum við ekki bara þorrann hér í Grunnskólanum á Þingeyri heldur standa nú yfir námsmatsdagar. Þessa vikuna munu nemendur fara í kannanair sem gefa nemendum, foreldrum og kennurum vísbendingar um námsstöðu hvers og eins. Gefið verður í bókstöfum og hefur námsmat skólans verið að þróast í samræmi við nýja aðalnámskrá grunnskóla.
Nánari upplýsingar um námsmat og matsviðmið má finna á
http://grthing.isafjordur.is/aaetlanir/skra/166/
Þorrablótið hjá Grunnskólanum á Þingeyri var mjög skemmtilegt og fylgja þessari frétt nokkrar myndir frá því. Halur og snót árið 2016 voru Ásrós Helga og Bjarni Viktor. Titilinn hljutu drengur og stúlka sem hafa mesta úrvalið af þorramat og borða hann.
Þorrinn stendur til 20. febrúar og þá tekur tími Góu við.