A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
11.02.2010 - 21:58 | SFÞ

Námskeið í sunderóbikki

Nadia Ashkenazy leiðbeinir hér þátttakendum í sunderóbikki. Mynd: bb.is
Nadia Ashkenazy leiðbeinir hér þátttakendum í sunderóbikki. Mynd: bb.is
Nú er nýhafið 20 tíma námskeið á vegum Höfrungs í sund-eróbikki í Íþróttamiðstöðinni á Þingeyri. Kennt er tvisar í viku þ.e. á mánudögum og laugardögum. Það stendur því yfir fram í miðjan apríl. Þjálfarar eru þau Nadia Ashkenazy-Jones og Martin Ashkenazy-Jones sem sér um undirleik með trommum. Þátttaka er mjög góð og mikil ánægja meðal þátttakenda. Að sjálfsögðu eru fleiri velkomnir á námskeiðið og geta mætt í staka tíma eða námskeiðið á enda. Einnig er hafin kennsla í "kikkboxi" þar sem Martin kennir þá list. Hann er líka tilbúinn að taka að sér margvíslega aðra þjálfun, sé þess óskað. Að sjálfsögðu fer það svo eftir eftirspurn hvað verður tekið fyrir.

Íþróttakveðjur.
Íþróttafélagið HÖFRUNGUR
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31