A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
08.06.2016 - 09:29 | Vestfirska forlagið,bb.is

NDR gerir þátt um Vestfirði og voru á Þingeyri

Tökulið NDR í heimsókn hjá Kristínu Þóru Helgadóttur á Þingeyri.
Tökulið NDR í heimsókn hjá Kristínu Þóru Helgadóttur á Þingeyri.
Hópur á vegum þýsku sjónvarpsstöðvarinnar NDR er á ferð um Vestfirði þessa dagana þar sem þau taka hús á nokkrum Vestfirðingum fyrir sjónvarpsþátt sem fjallar um líf og vinnu á norðlægum slóðum. Markaðsstofa Vestfjarða hefur liðsinnt tökuliðinu við að koma þeim í samband við aðila í framleiðslu og ferðaþjónustu á svæðinu, en einnig eru þau með heimamann sér til halds og trausts á meðan á dvölinni stendur. Einnig vilja þau ræða við bæjarbúa á Ísafirði um komur skemmtiferðaskipa og áhrif þeirra. 

Kristín Þórunn Helgadóttir á Þingeyri er ein þeirra sem tökuliðið hefur heimsótt. Hún sagði tökur hafa gengið mjög vel, en fylgst var með henni við vinnunna við Fjöruperlurnar hennar. Einnig var fylgst með Kristínu við viðarhögg, en hún gerir líka skúlptúra úr viðardrumbum.

Tökuliðið er einnig meðal annars með á tökulista sínum heimsókn í Saltverk, Vigur, Fisherman og Hlunna. 
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31