A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
Frá sýningunni
Frá sýningunni
Möguleikhúsið verður á ferð um vestfirði dagana 14. - 17 september með
barnaleikritið Alli Nalli og tunglið.

Boðið verður upp á almennar sýningar í Kaffi Galdri, Hólmavík mánudaginn 14. september kl. 17:30, Hömrum, Ísafirði þriðjudaginn 15. september kl. 17:30 og í félagsheimili Þingeyrar miðvikudaginn 16. september kl. 17:30. Miðaverð er kr. 1.500

ALLI NALLI OG TUNGLIÐ

Pössunarpíurnar Ólína og Lína vita fátt betra en að vera með börnum, fara með þeim í leiki og gera annað skemmtilegt. Þær hafa líka ýmsar sögur að segja af honum Alla Nalla, sem var fyrsti krakkinn sem þær pössuðu. Þó Alli Nalli væri oftast góður og þægur átti hann stundum til að vera pínulítið óþekkur eins og aðrir krakkar. Eins og til dæmis þegar hann harðneitaði að borða grautinn sinn á kvöldin. Þá gaf mamma hans tunglinu grautinn og tunglið stækkaði og stækkaði ...

Bókin um Alla Nalla og tunglið kom fyrst út árið 1959. Það var fyrsta barnabókin sem Vilborg Dagbjartsdóttir skrifaði og jafnframt fyrsta bókin sem kom út eftir hana. Það er því vel við hæfi að fagna fimmtíu ára höfundarafmæli hennar með sviðsetningu á þessu ástsæla verki. Síðar komu einnig út barnabækurnar Sögur af Alla Nalla og Labbi pabbakútur, en það eru einkum þessar þrjár sem leiksýningin byggir á.

Alli Nalli og tunglið hlaut tilnefningu til Grímunnar, íslensku leiklistarverðlaunanna, sem barnasýning ársins 2009

Sýningin er ætluð áhorfendum á aldrinum 1 til 8 ára og tekur 45 mínútur í flutningi. Leikstjóri er Pétur Eggerz, tónlist er eftir Kristján Guðjónsson en leikmynd og búningar eftir Messíönu Tómasdóttur. Leikarar eru Alda Arnardóttir og Anna Brynja Baldursdóttir.
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31