A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
31.01.2019 - 20:42 | Hallgrímur Sveinsson

Minning um nýja lárviðarskáldið og flautuleikarann

Lárviðarskáldið er ekki bara skrifandi maður, heldur afbragðs teiknari og málari. Þessa mynd, ásamt fleirum, skildi hann eftir á Brekkugötunni.
Lárviðarskáldið er ekki bara skrifandi maður, heldur afbragðs teiknari og málari. Þessa mynd, ásamt fleirum, skildi hann eftir á Brekkugötunni.

Í spegli tímans:

 

Það var fyrir rúmlega 30 árum. Þá var Hallgrímur Helgason, nýjasta lárviðarskáldið okkar, útvarpsstjóri Útvarps Manhattan í New York. Vorum við nafnar lítillega kunnugir. Einhvern veginn æxlaðist það þannig, að hann og þáverandi sambýliskona hans, Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari, nú heimskunn, fengu inni í íbúðarhúsi okkar hjóna að Brekkugötu 48 á Þingeyri. Höfðu það til ráðstöfunar í heilu lagi um sumartíma sem þau dvöldu hér uppi á landinu.

Hann sat við skriftir og hún æfði sig á flautuna. Fór það flautuverk aðallega fram niðri í vaskahúsinu, eða jafnvel úti í garði. Var það auðvitað til að trufla nú ekki væntanlegt Nóbelsskáld. En nágrannarnir höfðu gaman af þó stundum væri svolítið ískur þegar farið var upp og niður skalann. Stóð jafnvel til að Áshildur spilaði fyrir fólkið í íshúsinu, sem þó varð nú ekki af einhverjum ástæðum. 

Nú. Leigumálinn var mjög einfaldur: Þau áttu að koma yfir á Hrafnseyri eftir efnum og ástæðum og hjálpa okkur við heyskapinn upp á hrífur. Raka hringinn sem kallað var, snúa heyi, hjálpa til í hlöðunni og svona. Mjög rómantískt. Aldrei tókst þeim þó að greiða þessa okurleigu. Það kom til af því að það mátti heita að ekki stytti upp allt sumarið. Það var rigning, rigning, rigning. Komust aðeins í heyskap í 2-3 daga. Svona var nú þetta. En minningin lifir!

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31