A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
27.09.2010 - 20:28 | bb.is

Mikil aukning í silungaeldi Dýrfisks

Sjóeldiskví Dýrfisks í Dýrafirði.
Sjóeldiskví Dýrfisks í Dýrafirði.
Umsvif silungaeldis Dýrfisks í Dýrafirði hefur aukist mikið frá því að það hófst fyrir tveimur árum. „Við erum með 300.000 stykki á Haukadalsbótinni í Dýrafirði núna en byrjuðum með 50.000. Svo stendur til að bæta við 500.000 seiðum í vetur," segir Brynjar Gunnarsson, umsjónarmaður eldisins. Hann segir að fyrirhugað sé að slátra í kringum jólin. „Við slátruðum síðastliðið haust og var fiskurinn þá 2-3 kg. Nú er fyrirhugað að láta hann vaxa í 3+ kg." Brynjar segir Dýrfiskmenn vera bjartsýna á framhaldið.

Dýrfiskur rekur einnig fiskeldisstöð á Tálknafirði. Regnbogasilungsseiði eru framleidd hjá þremur fyrirtækjum; Laxalóni, Norðurlaxi og Dýrfiski í Tálknafirði.
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31