A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
13.08.2016 - 21:08 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið

Merkir Íslendingar - Valdimar Ólafsson

Valdimar Ólafsson (1926 - 2008)
Valdimar Ólafsson (1926 - 2008)
Valdimar Ólafson, fyrrv. yfirflugumferðarstjóri, fæddist á Mosvöllum I í Önundarfirði 13. ágúst 1926.

Foreldrar hans voru Ólafur B. Hjálmarsson, sjómaður, bóndi á Mosvöllum I, verkstjóri, efnisvörður BP í Rvk., f. 26.8. 1903, d. 30.8. 1986, og Ragnheiður Guðmundsdóttir húsmóðir, f. 25.10. 1902, d. 7.4. 1991.

Valdimar kvæntist 22.12. 1948 Erlu Þórdísi Jónsdóttur síðar kennara, f. 9.2. 1929, d. 28.2. 1987, dóttur Þórunnar Jónsdóttur kennara og Jóns Alexanderssonar, forstjóra hlustendaþjónustu ríkisútvarpsins. Þau skildu 1965.

Börn Valdimars og Erlu eru sjö:
1) Alexander Einar Valdimarsson, f. 22.12. 1947, maki Hafdís Lilja Pétursdóttir, f. 29.1. 1952. Þau skildu. Synir þeirra a) Torfi Freyr, f. 12.9. 1973, d. 13.12. 2006, maki Renata Agnes Edwardsdóttir, f. 10.3. 1971, dætur þeirra Karólína Vilborg, f. 9.4. 1994, og Hafdís Lilja, f. 12.7. 1997, b) Bjarki Þór, f. 2.4. 1976, maki Elín Jónsdóttir, f. 2.7. 1970, sonur þeirra Óliver Jón Elí, f. 19.10. 2005.
2) Ragnheiður Valdimarsdóttir, f. 18.6. 1949, gift Páli Arnóri Pálssyni, f. 5.6. 1948. Börn þeirra a) Þórdís Hrönn, f. 11.10. 1966, gift Þorleifi Þór Jónssyni, f. 24.7. 1958, börn þeirra Bryndís, f. 4.11. 1994, og Arnór, f. 23.11. 1996, b) Páll Sigþór, f. 18.3. 1974, kvæntur Caroline Dalton, f. 8.1. 1976, og c) Haukur Valdimar, f. 4.6. 1982.
3) Þórunn Erlu-Valdimarsdóttir, f. 25.8. 1954, maki Eggert Þór Bernharðsson, f. 2.6. 1958. Synir þeirra a) Gunnar Theodór, f. 9.1. 1982, unnusta Helga Björg Gylfadóttir, f. 6.4. 1983, og b) Valdimar Ágúst, f. 9.8. 1992.
4) Lilja Valdimarsdóttir, f. 12.11. 1956, sambýlismaður Gestur Guðnason, f. 23.11. 1949, þau slitu samvistir. Dóttir þeirra Vala, f. 28.9. 1976. Sambýlismaður Árni Sigurjónsson, f. 28.12. 1955, þau slitu samvistir. Dóttir þeirra Snjólaug, f. 29.8. 1987.
5) Trausti Valdimarsson, f. 1.11. 1957, kvæntur Herdísi Maríanne Guðjónsdóttur, f. 28.4. 1957. Börn þeirra a) Guðjón Karl, f. 31.10. 1978, maki Lilja Petra Ólafsdóttir, f. 23.5. 1978, sonur þeirra Ólafur Trausti, f. 5.6. 2004, b) Erla Þórdís, f. 12.5. 1983, og c) Árni Guðmundur, f. 12.4. 1988, unnusta Hólmfríður Helgadóttir, f. 4.2. 1989.
6) Vala Sigurlaug Valdimarsdóttir, f. 21.1. 1960. Sambýlismaður Elías H. Ágústsson, f. 9.5. 1963, þau slitu samvistum. Dóttir þeirra Erla, f. 6.6. 1984, unnusti Skarphéðinn Þrastarson, f. 11.10. 1982. Maki II Kristófer I. Svavarsson, f. 13.8. 1958, sonur þeirra Helgi, f. 13.6. 1988, unnusta Eygló R. Gísladóttir 1.6. 1978.
7) Ásdís Valdimarsdóttir, f. 18.7. 1962, maki Michael Stirling, f. 8.5. 1962. Börn þeirra Ragnheiður Clara Stirling, f. 24.4. 2001, og Trausti Qing Stirling, f. 12.9. 2004.

Seinni kona Valdimars er Helga Árnadóttir hjúkrunarkona, f. 16.9. 1937, dóttir Árna Björns Árnasonar, héraðslæknis í Grenivík, og Kristínar Þórdísar Loftsdóttur húsmóður. Þau hafa búið í Lundahólum 3 yfir 30 ár.

Börn Valdimars og Helgu eru fimm:
8) Árni Björn Valdimarsson, f. 8.11. 1965, maki Hrönn Hreiðarsdóttir, f. 28.6. 1968, þau skildu. Börn þeirra Hreiðar Már, f. 24.9. 1988, Eydís Helga, f. 26.3. 1990, og Ólöf Ragna, f. 9.7. 1997.
9) Ólafur Kristján Valdimarsson, f. 12.8. 1967, maki Guðrún Ósk Hjaltadóttir, f. 29.6. 1971. Dóttir Guðrúnar er Ingibjörg Eir, f. 28.12. 1992. Sonur þeirra Valdimar Kristján, f. 8.2. 2006.
10) Vífill Valdimarsson, f. 8.8. 1969.
11) Sindri Valdimarsson, f. 19.4. 1971, maki Lára Guðrún Magnúsdóttir, f. 16.8. 1971. Börn þeirra Aron Fannar, f. 5.1. 1998, Eygló Yrsa, f. 14.7. 2000, og Hekla Sóley, f. 2.10. 2004.
12) Kristín Þórdís Valdimarsdóttir, f. 19.10. 1975, maki Veigur Sveinsson, f. 31.8. 1973. Börn þeirra Sævar Atli, f. 14.8. 2003, og Rakel Eva, f. 8.1. 2006.

Valdimar hóf störf í Flugmálastjórn sem loftskeytamaður 1946 og sem flugumferðarstjóri 1947-51, var vaktstjóri til 1962, aðstoðarflugumferðarstjóri til 1971 og yfirflugumferðarstjóri til 1991. Kenndi lengi flugnemum bókleg fræði á kvöldnámskeiðum og í Flugskóla Íslands í dagskóla 1991-99. Hann var ritari Flugráðs í sjö ár og leiðsögumaður á sumrin í 15 ár.

Hann var meðhjálpari í Fella- og Hólakirkju í 11 ár og yfir 20 ár í sóknarnefnd Fella- og Hólakirkju. Hann hafði ánægju af að syngja og var í Gerðubergskórnum og karlakórnum Kátum körlum. Var áður fáein ár með Pólýfónkórnum og eitt ár með kirkjukór. Félags- og trúnaðarstörf voru honum hugleikin. Var fyrsti formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) 1955-66 og í stjórn BSRB í 10 ár. Formaður Félags flugmálastarfsmanna ríkisins í fjögur ár.

Hann ferðaðist mikið og tók þátt í alþjóðlegu samstarfi, sat meðal annars undirbúnings-, stofnfund og ársþing alþjóðasamtaka flugumferðarstjóra IFATCA. Starfaði í áratugi í Oddfellow og Rotary Breiðholt og gegndi þar ritara- og forsetastörfum. Starfaði í fimm ár við gerð Flugorðasafnsins sem kom úr 1993. Samdi kennslubók í flugreglum 1992.

Hann ritaði margar greinar í tímarit, dagblöð og sérrit. Einnig tók Valdimar þátt í störfum Almannavarna ríkisins í um 25 ár og í hjálparstarfi kirkjunnar. Var kjörinn heiðursfélagi FÍF 1985 á 30 ára afmæli þess og hlaut gullmerki sem einn af formönnum þess og Paul Harris-orðu Rotary-félagsskaparins.

 

Valdimar Ólafsson lést 2. apríl 2008.

 

Morgunblaðið 11. apríl 2008.

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31