A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
07.06.2016 - 21:49 | Morgunblaðið,Vestfirska forlagið

Merkir Íslendingar - Tómas Sæmundsson

Tómas Sæmundsson
Tómas Sæmundsson
« 1 af 2 »
Tómas fæddist að Kúhól í Landeyjum 7. júní 1807, sonur Sæmundar Ögmundssonar, dbrm. í Eyvindarholti, og Guðrúnar Jónsdóttur.

Sæmundur var sonur séra Ögmundar, á Krossi, bróður séra Böðvars í Holtaþingum, föður séra Þorvaldar í Holti, forföður ýmissa menningarforkólfa, s.s. Vigdísar Finnbogadóttur, Matthíasar Johannessen og Gylfa Þ. Gíslasonar.

Kona Tómasar var Sigríður Þórðardóttir, sýslumanns í Garði Björnssonar og komust upp tvö börn þeirra, Þórhildur, kona Helga Hálfdánarsonar lektors, og Þórður, héraðslæknir á Akureyri.

Tómas lærði hjá Steingrími Jónssyni í Odda, síðar biskupi, lauk stúdentsprófi frá Bessastaðaskóla 1827, tók 2. lærdómspróf við Hafnarháskóla, lauk próf í hebresku 1831 og guðfræðiprófi 1832. Hann ferðaðist um Suður-Evrópu 1832-34 og stofnaði Fjölni, er hann kom til baka, ásamt Jónasi Hallgrímssyni, Brynjólfi Péturssyni og Konráð Gíslasyni.

Tómas fékk Breiðabólstað í Fljótshlíð 1834, varð prófastur Rangárþings 1836 og hélt Breiðabólstað til dánardags. Hann var líklega áhugasamastur og raunsæjastur um Fjölni, skrifaði mikið í ritið og gagnrýndi Konráð fyrir ofstæki í stafsetningarmálum og Jónas fyrir róttækni og harða gagnrýni á menn.

Tómas er, ásamt Baldvini Einarssyni, Jónasi og Jóni Sigurðssyni, helsta ættjarðar- og frelsishetja þjóðarinnar á 19. öld. Hans var sárt saknað er hann lést 17. mái 1841.

Jónas samdi æviágrip um Tómas og Steingrímur Thorsteinsson skrifaði um hann í bókaflokknum Merkir Íslendingar. Á legstað hans á Breiðabólstað er minnisvarði þar sem greypt er andlitsmynd hans úr marmara og þrjár myndir úr lífi hans. Um Tómas orti Jónas frægt saknaðarljóð, en síðari hluti síðasta erindisins er á þessa leið:

 

 

„Flýt þér, vinur, í fegra heim;

krjúptu að fótum friðarboðans

og fljúgðu á vængjum morgunroðans

meira að starfa guðs um geim.“

 

Mofginblaðið þriðjudagurinn 7. júní  2016.

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31