A A A
  • 1935 - Soffía Einarsdóttir
01.07.2017 - 13:42 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Björn Ingi Bjarnason

Merkir Íslendingar - Theódóra Thoroddsen

Theódóra Thoroddsen (1863 - 1954).
Theódóra Thoroddsen (1863 - 1954).
Theó­dóra Thorodd­sen skáld­kona fædd­ist að Kvenna­brekku í Döl­um 1. júlí 1863.

For­eldr­ar henn­ar voru Katrín Ólafs­dótt­ir og Guðmund­ur Ein­ars­son, prest­ur og alþing­ismaður, en hann var móður­bróðir Matth­ías­ar Jochumsson­ar skálds.

Theó­dóra stundaði nám í Kvenna­skól­an­um í Reykja­vík og út­skrifaðist 1879.

Hún gift­ist Skúla Thorodd­sen; lög­fræðingi, sýslumanni, ritsjóra og alþingismanni og eignuðust þau þrett­án börn. Þau bjuggu um skeið á Ísaf­irði og ráku þar versl­un, flutt­ust að Bessa­stöðum og síðar að Von­ar­stræti 8, sem nú hef­ur verið flutt í Kirkju­stræti.

Þulur Theó­dóru komu fyrst út 1916. Syst­ur­son­ur henn­ar, Guðmund­ur Thor­steins­son, Mugg­ur, myndskreytti. Þær hafa reglu­lega verið end­urút­gefn­ar síðan enda fag­ur­lega myndskreytt­ar. Rit­safn Theó­dóru kom út 1960 og sá Sig­urður Nor­dal um út­gáf­una.

Smá­sög­ur henn­ar, Eins og geng­ur, litu dags­ins ljós 1920. Kvæði, stök­ur og sagn­ir birt­ust víða, meðal ann­ars í Mánaðarriti Lestr­ar­fé­lags kvenna í Reykja­vík. Hún þýddi tölu­vert úr öðrum mál­um og safnaði einnig þjóðsög­um. Hún leitaði fanga víða í saga­nefni sín­um.

Theó­dóra var list­feng og mik­il hannyrðakona. Þó nokkr­ar sýn­ing­ar hafa verið haldn­ar á verk­um henn­ar.

Af­kom­andi Theó­dóru, Ármann Jak­obs­son, skrifaði sögu­legu skáld­sög­una Von­ar­stræti 8, sem byggð er á ævi þeirra hjóna.

Sag­an ger­ist að mestu leyti í Kaup­manna­höfn árið 1908, þegar þau sigldu til Hafn­ar og Skúli átti sæti í milli­landa­nefnd og gegndi því hlut­verki að semja frum­varp um stöðu Íslands í danska rík­inu, en Theó­dóra fór með manni sín­um og studdi við bakið á hon­um. Skúli var sá eini sem ekki samþykkti Upp­kastið fræga sem samið var af þessu til­efni. Ágrein­ing­ur­inn varð síðan helsta deilu­efnið í Upp­kasts­kosn­ing­un­um 1908, er and­stæðing­ar Upp­kasts­ins unnu af­ger­andi sig­ur.

Theó­dóra lést 23. febrúar 1954.

 

 

Morgunblaðið 1. júlí 2017.

 

 

« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31