A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
27.09.2016 - 07:00 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið

Merkir Íslendingar - Sigtryggur Guðlaugsson

Sigtryggur Guðlaugsson (1862 - 1959)
Sigtryggur Guðlaugsson (1862 - 1959)
Sigtryggur fæddist á Þröm í Garðsárdal 27.9. 1862, sonur Guðlaugs Jóhannessonar, bónda á Þröm, og k.h., Guðnýjar Jónasdóttur.

Guðlaugur var sonur Jóhannesar Bjarnasonar, bónda í Meðalheimi á Svalbarðsströnd, og k.h., Halldóru Bjarnadóttur, en Guðný var dóttir Jónasar Bjarnasonar, bónda á Veturliðastöðum í Fnjóskadal, og k.h., Sigríðar Jónsdóttur.

Fyrri kona Sigtryggs var Ólöf Júlíana Sigtryggsdóttir en hún lést 1902. Seinni kona Sigtryggs var Hjaltlína Margrét Guðjónsdóttir kennari og urðu synir þeirra þjóðþekktir, Hlynur veðurstofustjóri og Þröstur, skipherra í þorskastríðunum á áttunda áratugnum.

Sigtryggur lauk stúdentsprófi frá Lærða skólanum 1894 og embættisprófi í guðfræði frá Prestaskólanum í Reykjavík 1897. Hann kenndi börnum og unglingum í Eyjafirði og í Hálshreppi 1878-87 sem og á námsárum sínum, var barnakennari í Reykjavík og víðar 1897-1905, stofnaði og stjórnaði Lýðháskóla á Ljósavatni 1903-1905, stofnaði ungmennaskólann á Núpi (síðan nefndur Héraðsskólinn á Núpi) árið 1906 og var skólastjóri hans frá stofnun og til 1929.

Sigtryggur var settur sóknarprestur í Svalbarðs- og Presthólaprestaköllum 1898, veittur Þóroddsstaður í Köldukinn og Lundarbrekka í Bárðardal, var veitt Dýrafjarðarþing 1904 og var skipaður prófastur Vestur-Ísafjarðarprófastsdæmis 1926.

Sigtryggur hélt í heiðri hugsjónir ungmennafélaganna um ræktun lýðs og lands. Hann starfaði lengi í góðtemplarareglunni og kom upp, ásamt seinni konu sinni, blóma- ogtrjágarðinum Skrúði á Núpi. Þau hófu að rækta garðinn 1905 en hann var formlega opnaður haustið 1909.

Sigtryggi var sýndur margvíslegur heiður og Halldór Kristjánsson skrifaði ævisögu hans 1964.

Sigtryggur lést 3. ágúst 1959.

 

Morgunblaðið 27. ágúst 2016


« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31