A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karín Mist Kjerúlf
24.02.2015 - 12:14 | Morgunblaðið,BIB

Merkir Íslendingar - Sigríður Tómasdóttir í Brattholti

Sigríður Tómsdóttir í Brattholti.
Sigríður Tómsdóttir í Brattholti.
« 1 af 3 »

Merkir Íslendingar - Sigríður Tómasdóttir í Brattholti

Sigríður Tómasdóttir fæddist í Brattholti við mynni Gullfossgljúfurs 24. febrúar 1871. Foreldrar hennar voru Tómas Tómasson, bóndi í Brattholti, sonur Tómasar Tómassonar, bónda þar, og k.h. Margrét Þórðardóttir.

Sigríður var þekkt fyrir baráttu sína gegn því að Gullfoss yrði virkjaður og lýsti hún því yfir að hún myndi fleygja sér í fossinn yrði hann virkjaður.

Gullfoss var að hálfu leyti í landi Brattholts og að hálfu í eigu Jaðars. Fyrst var Tómas faðir Sigríðar harður gegn því að selja fossinn, sagðist ekki vilja selja vin sinn, en svo fannst honum að hann stæði í vegi fyrir framförum í landinu og ákvað að að semja um leigu á fossinum. Þegar leigurétturinn var framseldur hafði orðið hugarfarsbreyting hjá Tómasi, hefur það verið rekið til áhrifa frá Sigríði, og neitaði hann að taka við greiðslu fyrir leigunni. Mál var höfðað gegn feðginunum og töpuðu þau því og því var ekkert til fyrirstöðu að fossinn yrði virkjaður. Barátta Sigríðar vakti hins vegar athygli þjóðarinnar á náttúruvernd og virkjun fossins var ekki lengur sú „nauðsyn“ til að efla framfarir í landinu eins og hún hafði verið í huga margra.

Eftir að Tómas og Margrét féllu frá hélt Sigríður áfram búskap í Brattholti ásamt Einari Guðmundssyni sem hafði á barnsaldri verið tekinn í fóstur að Brattholti.

Gísli Sigurðsson segir um hana í árbók Ferðafélags Íslands 1998 um Biskupstungur: „Í henni var listræn æð og harla óvenjulegt á þeim tíma, að hún fékkst við að teikna myndir, bæði af jurtum og dýrum og hannyrðakona var hún góð. Sigríður var samt „útivinnandi“ í þeim skilningi, að hún gekk jöfnum höndum að útiverkum og innanbæjarvinnu...“

Árnesingafélagið, menntamálaráðuneytið og Samband sunnlenskra kvenna reistu Sigríði minnisvarða við Gullfoss árið 1978 vegna baráttu hennar.

Sigríður lést í Hafnarfirði 17. nóvember 1957.

Morgunblaðið þriðjudagurinn 24. febrúar 2015

----------------------------------------------------------

Dýrfirðingar í Brattholti

Þar búa núna Dýrfirðingurinn Lára Ágústsdóttir úr Prestshúsinu á Þingeyri og Stokkseyringurinn Njörður Marel Jónsson frá Útgörðum á Stokkseyri. Þau hafa búið í Brattholti í rúm 30 ár en bjuggu áður á Kjartansstöðum í Flóa.

Lára og Njörður ásamt sonum stunda kraftmikla ferðaþjónustu-útgerð með glæsibrag  við Gullfoss hina miklu náttúru- og þjóðargersemi í landi Brattholts.

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31