A A A
  • 68 - Valdimar Gestur Hafsteinsson
  • 1979 - Urður Skúladóttir
  • 1989 - Guðmundur Jónsson
29.04.2017 - 06:56 | Björn Ingi Bjarnason,Morgunblaðið,Vestfirska forlagið

Merkir Íslendingar - Regína Thorarensen

Regína Thorarensen (1917 - 2006).
Regína Thorarensen (1917 - 2006).
Regína Thor­ar­en­sen fædd­ist á Stuðlum í Reyðarf­irði 29. apríl 1917. For­eldr­ar henn­ar: Emil Tóm­as­son, bóndi og bú­fræðing­ur, og k.h., Hild­ur Þuríður Bóas­dótt­ir, hús­freyja.

Emil var son­ur Tóm­as­ar, bónda á Syðra-Krossa­nesi í Eyjaf­irði Jóns­son­ar og Guðrún­ar, móður Önnu, ömmu Valdi­mars Jó­hanns­son­ar bóka­út­gef­anda. Guðrún var dótt­ir Guðmund­ar, dbrm. í Stóra-Dun­haga í Hörgár­dal Hall­dórs­son­ar, b. á Krossa­stöðum Jóns­son­ar, bróður Jóns, afa Jóns Magnús­son­ar for­sæt­is­ráðherra. Syst­ir Hall­dórs var Guðrún, langamma Stef­áns Jó­hanns Stef­áns­son­ar for­sæt­is­ráðherra.

Hild­ur var dótt­ir Bóas­ar Bóas­son­ar, bónda á Stuðlum, bróður Bó­el­ar, lang­ömmu Geirs Hall­gríms­son­ar for­sæt­is­ráðherra. Móðir Bóas­ar var Guðrún, syst­ir Páls á Sléttu, afa Páls, afa Kjart­ans Gunn­ars­son­ar, fyrrv. fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæðis­flokks­ins, og Harðar Ein­ars­son­ar fram­kvæmda­stjóra.

Eig­inmaður Regínu var Karl Fer­d­inand Thor­ar­en­sen járn­smíðameist­ari sem lést 1996. For­eldr­ar hans voru hjón­in Jó­hanna Sigrún Guðmunds­dótt­ir hús­freyja og Jakob Jens Jak­obs­son Thor­ar­en­sen, bóndi, vita­vörður, há­karla­formaður, sím­stöðvar­stjóri, bréf­hirðingamaður og úr­smiður.

Börn Regínu og Karls: Hilm­ar Friðrik, Guðbjörg Karólína, Guðrún Em­il­ía og Emil.

Regína og Karl bjuggu í Skerjaf­irði 1939-42, í Djúpu­vík á Strönd­um 1942-47, á Gjögri 1947-62, á Eskif­irði 1962-81 og á Sel­fossi 1981-96. Síðan bjó Regína í Huldu­hlíð, dval­ar­heim­ili aldraðra á Eskif­irði.

Regína var frétta­rit­ari Morg­un­blaðsins 1954-63 og Dag­blaðsins frá stofn­un þess og síðar DV á Eskif­irði, Gjögri og Sel­fossi. Hún var í hópi þekkt­ari frétta­rit­ara, bein­skeytt­ur og skemmti­leg­ur penni, áhuga­söm um al­manna­heill og fé­lags­mál og lét mikið til sín taka á mann­fund­um og með skrif­um í dag­blöð.

Regína lést 22. apríl 2006.

 

Morgunblaðið 29. apríl 2017.


« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31