A A A
  • 1954 - Fríður Jónsdóttir
  • 1957 - Sigurður Rúnar Jónsson
06.05.2017 - 06:12 | Björn Ingi Bjarnason,Morgunblaðið,Vestfirska forlagið

Merkir Íslendingar - Jón Þorkelsson Thorcillius

Minn­is­merkið um Jón Þorkels­son.
Minn­is­merkið um Jón Þorkels­son.
Jón Þorkels­son fædd­ist í Innri-Njarðvík 1697, einka­son­ur Þor­kels Jóns­son­ar, bónda og lögréttu­manns þar, f. 1658, d. 1707, og konu hans, Ljót­unn­ar Sig­urðardótt­ur, f. 1668, d. 1.1. 1739. Jón, sem nefndi sig Thorcillius, var helsti menntafrömuður Íslend­inga á sín­um tíma og lík­lega fyrsti boðberi upp­lýs­ing­ar­stefn­unn­ar á Íslandi.

Jón nam við Skál­holts­skóla og fór síðan í Kaup­manna­hafn­ar­há­skóla. Jón varð skóla­meist­ari í Skál­holti 1728. Hann þótti strang­ur kenn­ari en var vel að sér og mjög áhuga­sam­ur um bætta mennt­un. Hann lagði meðal ann­ars til að sett­ur yrði á stofn sér­stak­ur presta­skóli, sagði af sér skóla­meist­ara­embætt­inu og hélt til Kaup­manna­hafn­ar til að reyna að fá stjórn­völd til að gera um­bæt­ur í mennta­mál­um Íslend­inga. Hon­um varð á end­an­um ágengt með er­indi sitt og varð úr að Jón og danski prest­ur­inn Ludvig Har­boe voru send­ir til Íslands til að kanna fræðslu­mál og mennt­un­ar­ástand þjóðar­inn­ar og gera til­lög­ur um úr­bæt­ur.

Jón og Har­boe ferðuðust um allt landið og könnuðu m.a. lestr­arkunn­áttu og mennt­un barna, at­huguðu kunn­áttu presta, bóka­eign og margt fleira. Þeir luku störf­um sín­um sum­arið 1745 og héldu þá til Dan­merk­ur og settu fram marg­ar til­lög­ur um úr­bæt­ur. Sum­ar þeirra komust fljótt í fram­kvæmd, aðrar ekki.

Jón sett­ist að í Kaup­manna­höfn og bjó þar til æviloka 1759. Hann var vel stæður en var ókvænt­ur og barn­laus og átti enga nána ætt­ingja á lífi. Skömmu fyr­ir and­lát sitt gerði hann erfðaskrá þar sem kveðið var á um að all­ar eig­ur hans skyldu renna til stofn­un­ar skóla þar sem fá­tæk­ustu börn í Kjal­ar­nesþingi hlytu kristi­legt upp­eldi með hús­næði, klæðum og fæði uns þau gætu unnið fyr­ir sér sjálf. Ekki varð af því strax en stofnaður var sjóður, Thorcilli-sjóður­inn (eða Thorkelli-sjóður­inn), og árið 1792 var loks reist­ur barna­skóli á Hausa­stöðum á Álfta­nesi á kostnað sjóðsins og var það ann­ar barna­skól­inn á Íslandi. Allt fram á 20. öld fengu börn við barna­skóla Reykja­vík­ur styrk úr Thorkelli­sjóðnum til náms.

Minn­is­varði um Jón, gerður af Rík­arði Jóns­syni mynd­höggv­ara, var reist­ur í Innri-Njarðvík 1965.

Jón lést 5. maí 1759.

 

Morgunblaðið 5. maí 2017.

 

 

« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31