A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
08.07.2017 - 20:30 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Björn Ingi Bjarnason

Merkir Íslendingar - Jakobína Sigurðardóttir

Jakobína Sigurðardóttir (1918 - 1994).
Jakobína Sigurðardóttir (1918 - 1994).
Jakobína Sig­urðardótt­ir fædd­ist í Hæla­vík á Horn­strönd­um 8. júlí 1918.

For­eldr­ar henn­ar voru Sig­urður Sig­urðsson, bóndi í Hæla­vík, og Hall­dóra Guðna­dótt­ir hús­freyja.

Jakobína átti alls 12 systkini en meðal þeirra var Fríða Á. Sig­urðardótt­ir rit­höf­und­ur.

Jakobína flutti að Garði í Mý­vatns­sveit 1949 og bjó þar til æviloka, ásamt manni sín­um, Þorgrími Starra Björg­vins­syni, og börn­um þeirra, þeim Stef­an­íu, Sigrúnu Huld, Sig­ríði Krist­ínu og Kára. Hún stundaði nám við Ingimars­skól­ann í Reykja­vík og nám ut­an­skóla við KHÍ, en þess utan var hún sjálf­menntuð.

Jakobína sendi m.a. frá sér end­ur­minn­inga­bók, skáld­sög­ur, smá­sög­ur og ljóð en verk henn­ar komu út á ár­un­um 1959-2004. Formtilraun­ir og næm stíl­vit­und ein­kenna verk henn­ar. Hún réri ávallt á ný mið með hverju verki og fiskaði ríku­lega. Hún var form­bylt­ing­ar­höf­und­ur.

Fyrsta verk Jakobínu, æv­in­týrið Sag­an af Snæ­björtu Elds­dótt­ur og Ketilríði Kot­ungs­dótt­ur kom út 1959 og vakti strax at­hygli.

Í kjöl­farið fylgdi kvæðasafn og síðar smá­sagna­safnið Púnkt­ur á skökk­um stað, 1964. Fyrsta skáld­saga Jakobínu, Dæg­ur­vísa, 1965, sló í gegn og var fram­lag Íslands til Bók­mennta­verðlauna Norður­landaráðs árið 1966. Auk þess var Lif­andi vatnið og Snar­an fram­lag Íslend­inga til þeirra verðlauna nokkru seinna.

Dæg­ur­vísa er hóp­saga, ein fárra slíkra í ís­lensk­um bók­mennt­um. Frá­sagn­ar­hátt­ur­inn í Snör­unni, 1968, er ágeng­ur; annarr­ar per­sónu frá­sögn sem er bein ræða sögu­manns frá upp­hafi til enda. Sterk þjóðfé­lags­ádeila end­ur­spegl­ast í verk­inu Lif­andi vatnið, 1974. Bók­in Í barn­dómi er ein­stök í sinni í röð; átak­an­leg og lýrísk lýs­ing á upp­vexti Jakobínu á Horn­strönd­um, undra­vert að hún skyldi ná að ljúka verk­inu fyr­ir dauða sinn.

Jakobína lést 29. janúar 1994.

Morgunblaðið.

« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31