A A A
  • 1950 - Árni Ásbjörn Jónsson
  • 1962 - Siggeir Stefánsson
03.11.2016 - 06:53 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið

Merkir Íslendingar - Hörður Bjarnason

Hörður Bjarnason.
Hörður Bjarnason.
« 1 af 2 »
Hörður Bjarnason, húsameistari ríkisins, fæddist í Reykjavík 3. nóvember 1910 og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Bjarni Jónsson, forstjóri Nýja Bíós í Reykjavík, og s.k.h., Sesselja Ingibjörg Guðmundsdóttir húsfreyja.

Hörður var í föðurætt af miklum listamannaættum. Föðursystkini Harðar voru Einar myndhöggvari; Guðný, amma Sveins Björnssonar sendiherra, og Valgerður, amma Nínu Tryggvadóttur listmálara.

Bjarni var sonur Jóns, b. á Galtarfelli, bróður Helga, langafa Alfreðs Flóka, teiknarans frábæra. Jón var sonur Bjarna, bónda í Bolafæti Jónssonar og Helgu Halldórsdóttur, systur Guðfinnu, langömmu Gests Þorgrímssonar myndlistarmanns. Sesselja var dóttir Guðmundar Guðmundssonar, bónda í Deild á Akranesi.

Eiginkona Harðar var Katla Pálsdóttir húsfreyja og eignuðust þau tvö börn, Áslaugu Guðrúnu og Hörð.

Hörður lauk stúdentsprófi í MA 1931, fyrrihlutaprófi í byggingarlist frá tækniháskólanum Darmstadt í

Þýskalandi 1934 og fullnaðarprófi (Diplom Ingeniör-Hochbau) frá háskólanum í Dresden 1937. Hann var skrifstofustjóri skipulagsnefndar ríkisins 1939-44, skipulagsstjóri ríkisins við stofnun þess embættis 1944-54 og húsameistari ríkisins 1954-79.

Þekktustu verk Harðar eru án efa Austurbæjarbíó (ásamt Gunnlaugi Pálssyni og Ágústi Steingrímssyni) Skálholtskirkja, Kópavogskirkja og Árnagarður við Suðurgötu.

Hörður sat í skipulagsnefnd ríkisins og skipulagsstjórn, í bygginganefnd Reykjavíkur, var framkvæmdastjóri Þingvallanefndar 1944-79, hafði umsjón með byggingaframkvæmdum á Keflavíkurflugvelli, átti sæti í varnarmálanefnd 1954-56, var formaður byggingarnefndar Þjóðleikhússins, lögreglustöðvar í Reykjavík, Ríkisútvarpsins, tollstöðvarhúss í Reykjavík og Þjóðarbókhlöðunnar.

Hörður lést 2. september1990.

Morgunblaðið 3. nóvember 2016


« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31