Merkir Íslendingar - Hjörtur Hjartar - Aldarminning
Hjörtur brautskráðist frá Samvinnuskólanum árið 1937 en áður hafði hann stundað verslunarstörf hjá Kaupfélagi Dýrfirðinga á árunum 1931 til 1936. Hann varð kaupfélagsstjóri Kaupfélags Önfirðinga á Flateyri á árunum 1937 til 1945 og kaupfélagsstjóri hjá Kaupfélagi Siglfírðinga á árunum 1945 til 1952, er hann tók við stöðu framkvæmdastjóra Skipadeildar Sambands íslenska samvinnufélaga. Því starfi gegndi hann til ársloka 1976.
Hjörtur átti sæti í stjórn Samvinnusparisjóðsins og síðar í bankaráði Samvinnubankans frá stofnun árið 1963. Hann sat í stjórn Áburðarverksmiðjunnar hf. og síðar í stjórn Áburðarverksmiðju ríkisins frá árinu 1964. Einnig var hann í stjórn Olíufélagsins hf. frá 1967 og var stjórnarformaður í mörg ár. Hann átti sæti í stjórn Vinnumálasambands Samvinnufélaga og samninganefndum fyrir það um margra ára skeið. Hann sat auk þess í stjórnum fjölmargra fyrirtækja á vegum samvinnuhreyfmgarinnar.
Hjörtur var í stjórn Framsóknarfélaga í V.-Ísafjarðarsýslu, á Siglufirði og í Reykjavík í allmörg ár. Hann sat auk þess í ýmsum nefndum og ráðum, svo sem í hafnarnefnd á Siglufirði og sat eitt kjörtímabil í stjórn Bæjarútgerðar Reykjavíkur.
Greinasafn Hjartar, Á líðandi stund – nokkur rök samvinnumanna, kom út 1984.
Eiginkona Hjartar var Guðrún Jónsdóttir Hjartar kennari, f. 23.11. 1915, d. 14.12. 2009. Foreldrar hennar voru Jón Jónsson, bóndi og alþingismaður í Stóradal í Austur-Húnavatnssýslu, og k.h. Sveinbjörg Brynjólfsdóttir. Börn Hjartar og Guðrúnar eru Jóna Björg, Sigríður Kristín, Elín og Egill.
Hjörtur lést 14. janúar 1993.
Morgunblaðið 9. janúar 2017