A A A
  • 1963 - Jóhannes Frank Jóhannesson
  • 1979 - Marika Jopp
26.05.2017 - 06:56 | Björn Ingi Bjarnason,Morgunblaðið,Vestfirska forlagið

Merkir Íslendingar - Héðinn Valdimarsson

Héðinn Valdimarsson (1892 - 1948)
Héðinn Valdimarsson (1892 - 1948)
Héðinn Valdi­mars­son fædd­ist í Reykja­vík 26. maí 1892.

For­eld­ar hans voru Valdi­mar Ásmunds­son, rit­stjóri Fjall­kon­unn­ar, og Bríet Héðins­dótt­ir, bæj­ar­full­trúi og kven­rétt­inda­frömuður.

Syst­ir Héðins var Lauf­ey, sem lauk stúd­ents­prófi frá MR, fyrst kvenna, árið 1910, og var formaður Kven­rétt­inda­fé­lags Íslands.

Héðinn var þríkvænt­ur. Önnur kona hans var Gyða Eggerts­dótt­ir Briem og dótt­ir þeirra Katrín, en þriðja kona hans var Guðrún Páls­dótt­ir kenn­ari og dótt­ir þeirra Bríet Héðins­dótt­ir leik­kona.

Héðinn lauk stúd­ents­prófi frá MR 1911 og Cand.polit.-prófi frá Hafn­ar­há­skóla 1917. Hann var skrif­stofu­stjóri Landsversl­un­ar 1917-26, stofnaði og var fram­kvæmda­stjóri Tób­aksversl­un­ar Íslands hf 1926-29, stofnaði Olíu­versl­un Íslands hf. (BP og síðar Olís) 1928 og var for­stjóri henn­ar til æviloka.

Héðinn sat í bæj­ar­stjórn fyr­ir Alþýðuflokk­inn 1922-29 og var alþing­ismaður Reyk­vík­inga fyr­ir flokk­inn 1927-38. Það ár lék hann aðal­hlut­verkið í klofn­ingi Alþýðuflokks­ins, er hann og fylg­is­menn hans gengu til liðs við komm­ún­ista sem þar með lögðu niður Komm­ún­ista­flokk Íslands og stofnuðu Sam­ein­ing­ar­flokk alþýðu – Sósí­al­ista­flokk­inn. Héðinn var formaður hans fyrsta árið og alþm. til 1942.

Steini Stein­arr þótti Héðinn svíkja illa sinn gamla flokk og orti ljóð í Alþýðublaðið í fe­brú­ar 1939 sem heit­ir Komm­ún­ista­flokk­ur Íslands dá­inn 25. októ­ber 1938. Síðasta er­indið er svona:

 

„En minn­ing hans mun lifa ár og ald­ir,

þótt alt hans starf sé löngu fyr­ir bí.

Á gröf hins látna blikar benzín­t­unna

frá Brit­ish Petrole­um Comp­any.“

Héðinn var einn helsti stuðnings­maður bygg­ing­ar­sam­taka verka­manna en stytta af hon­um, eft­ir Sig­ur­jón Ólafs­son, stend­ur við Hring­braut við gömlu Verka­manna­bú­staðina.

Héðinn lést 12. september 1948.

Morgunblaðið 26. maí 2017.

 

 

 

 

« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30