Merkir Íslendingar - Héðinn Valdimarsson
Foreldar hans voru Valdimar Ásmundsson, ritstjóri Fjallkonunnar, og Bríet Héðinsdóttir, bæjarfulltrúi og kvenréttindafrömuður.
Systir Héðins var Laufey, sem lauk stúdentsprófi frá MR, fyrst kvenna, árið 1910, og var formaður Kvenréttindafélags Íslands.
Héðinn var þríkvæntur. Önnur kona hans var Gyða Eggertsdóttir Briem og dóttir þeirra Katrín, en þriðja kona hans var Guðrún Pálsdóttir kennari og dóttir þeirra Bríet Héðinsdóttir leikkona.
Héðinn lauk stúdentsprófi frá MR 1911 og Cand.polit.-prófi frá Hafnarháskóla 1917. Hann var skrifstofustjóri Landsverslunar 1917-26, stofnaði og var framkvæmdastjóri Tóbaksverslunar Íslands hf 1926-29, stofnaði Olíuverslun Íslands hf. (BP og síðar Olís) 1928 og var forstjóri hennar til æviloka.
Héðinn sat í bæjarstjórn fyrir Alþýðuflokkinn 1922-29 og var alþingismaður Reykvíkinga fyrir flokkinn 1927-38. Það ár lék hann aðalhlutverkið í klofningi Alþýðuflokksins, er hann og fylgismenn hans gengu til liðs við kommúnista sem þar með lögðu niður Kommúnistaflokk Íslands og stofnuðu Sameiningarflokk alþýðu – Sósíalistaflokkinn. Héðinn var formaður hans fyrsta árið og alþm. til 1942.
Steini Steinarr þótti Héðinn svíkja illa sinn gamla flokk og orti ljóð í Alþýðublaðið í febrúar 1939 sem heitir Kommúnistaflokkur Íslands dáinn 25. október 1938. Síðasta erindið er svona:
þótt alt hans starf sé löngu fyrir bí.
Á gröf hins látna blikar benzíntunna
frá British Petroleum Company.“
Héðinn var einn helsti stuðningsmaður byggingarsamtaka verkamanna en stytta af honum, eftir Sigurjón Ólafsson, stendur við Hringbraut við gömlu Verkamannabústaðina.
Héðinn lést 12. september 1948.
Morgunblaðið 26. maí 2017.