A A A
  • 1920 - Jón Þ Sigurðsson
  • 1940 - Edda Arnholtz
  • 1992 - Ólöf Guðbjörg Jónasdóttir
  • 2006 - Jóhann Króknes Torfason
  • 2006 - Sigríður Króknes Torfadóttir
13.01.2018 - 08:59 | Björn Ingi Bjarnason,Hallgrímur Sveinsson,Morgunblaðið,Vestfirska forlagið

Merkir Íslendingar - Hannibal Valdimarsson

Hannibal Valdimarsson (1903 - 1991).
Hannibal Valdimarsson (1903 - 1991).
Hanni­bal fædd­ist í Fremri-Arn­ar­dal í Skutuls­firði 13. janúar 1903. For­eldr­ar hans voru Valdi­mar Jóns­son, bóndi þar, og k.h. Elín Hanni­bals­dótt­ir.

Bróðir Hanni­bals var Finn­bogi Rút­ur, alþm. og banka­stjóri.

Eig­in­kona Hanni­bals var Sól­veig Ólafs­dótt­ir og urðu syn­ir þeirra landsþekkt­ir, þeir Arn­ór heim­speki­pró­fess­or, Ólaf­ur, rit­höf­und­ur og fyrrv. vþm., og Jón Bald­vin, fyrrv. alþm. ráðherra, formaður Alþýðuflokks­ins og sendi­herra.

Hanni­bal lauk prófi frá kenn­ara­skól­an­um í Jonstrup 1927. Hann var skóla­stjóri í Súðavík 1929-31, stundaði skrif­stofu­störf hjá Sam­vinnu­fé­lagi Ísfirðinga, kenndi 1931-38 og var skóla­stjóri Gagn­fræðaskól­ans á Ísaf­irði 1938-54. Hann hóf af­skipti af verka­lýðsbar­áttu um 1930, var formaður Verka­lýðsfé­lags Álft­f­irðinga í tvö ár og Verka­lýðsfé­lags­ins Bald­urs á Ísaf­irði 1932-39, for­seti Alþýðusam­bands Vest­fjarða 1934-54 og for­seti ASÍ 1954-71, bæj­ar­full­trúi á Ísaf­irði 1933-49, alþm. 1946-73 og ráðherra í tveim­ur vinstri­stjórn­um, Her­manns Jónas­son­ar 1956-58 og Ólafs Jó­hann­es­son­ar 1971-73.

Hanni­bal fór á þing fyr­ir Alþýðuflokk­inn 1946, var formaður flokks­ins 1952-54, klauf flokk­inn 1956 og gekk til kosn­inga­sam­starfs við Sósí­al­ista sem for­svarsmaður Mál­funda­fé­lags jafnaðarmanna und­ir nafni Alþýðubanda­lags og var formaður þess 1956-68, skildi þá við Alþýðubanda­lagið og stofnaði Sam­tök frjáls­lyndra og vinstrimanna 1969 og var formaður þeirra er þau unnu stór­sig­ur í þing­kosn­ing­um 1971 og felldu Viðreisn­ar­stjórn­ina. Sam­tök Hanni­bals tóku þá þátt í nýrri vinstri­stjórn sem Hanni­bal rakst illa í enda bend­ir ým­is­legt til að hann hefði frem­ur kosið að fram­lengja Viðreisn­ar­stjórn með Alþýðuflokki og Sjálf­stæðis­flokki en að mynda nýja vinstri­stjórn. Hann lauk síðan stjórn­mála­ferl­in­um í gamla góða Alþýðuflokkn­um sem hann hafði ung­ur gefið hjarta sitt.

Hanni­bal lést 1. september 1991.

 

Morgunblaðið.


« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31