A A A
29.05.2017 - 19:40 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Björn Ingi Bjarnason

Merkir Íslendingar - Einar Ingimundarson

Einar Ingimundarson (1917 - 1996).
Einar Ingimundarson (1917 - 1996).
Ein­ar Ingi­mund­ar­son fædd­ist í Kaldár­holti í Holt­um, Rang., 29. maí 1917. For­eldr­ar hans voru Ingi­mund­ur Bene­dikts­son, f. 1871, d. 1949, bóndi þar, og k.h. Ing­veld­ur Ein­ars­dótt­ir, f. 1874, d. 1953, hús­móðir, syst­ir Ei­ríks Ein­ars­son­ar alþing­is­manns, föður­syst­ir Steinþórs Gests­son­ar alþing­is­manns.

Eitt systkina Ein­ars var Helga, föður­amma Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráðherra.

Ein­ar lauk stúd­ents­prófi frá MR 1938, lög­fræðiprófi frá HÍ 1944 og varð héraðsdóms­lögmaður 1949.

Blaðamaður hjá dag­blaðinu Vísi í Reykja­vík júlí–októ­ber 1944. Full­trúi á skrif­stofu toll­stjóra í Reykja­vík 1944–1945, full­trúi borg­ar­fóg­eta 1945 og full­trúi saka­dóm­ara 1946–1952. Bæj­ar­fóg­eti á Sigluf­irði 1952–1966. Ein­ar var alþing­ismaður Sigl­f­irðinga 1953–1956 og 1959, og alþing­ismaður Norður­lands vestra 1959-1966 fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn. Hann af­salaði sér þing­mennsku

þegar hann tók við embætti sýslu­manns í Gull­bringu- og Kjós­ar­sýslu og bæj­ar­fóg­eta í Hafnar­f­irði. Hann var síðan sýslumaður í Kjós­ar­sýslu þegar sýsl­unni var skipt 1974 og var einnig bæj­ar­fóg­eti á Seltjarn­ar­nesi frá 1974 og í Garðabæ frá 1976. Hann lét af störf­um 1987.

 

Ein­ar sat í stúd­entaráði Há­skóla Íslands 1940-1942, formaður ráðsins 1941-1942, formaður Stúd­enta­fé­lags Reykja­vík­ur 1944-1945. Kos­inn 1954 í kosn­ingalaga­nefnd, 1955 í ok­ur­nefnd og 1964 í áfeng­is­mála­nefnd. Hann sat á alls­herj­arþingi Sam­einuðu þjóðanna 1955, var full­trúi á fund­um Þing­manna­sam­taka Norður-Atlants­hafs­ríkj­anna 1961 og 1962 og sat í stjórn Dóm­ara­fé­lags Íslands 1972–1973.

Eig­in­kona Ein­ars var Erla Ax­els­dótt­ir, f. 19.4. 1924, d. 25.8.1985, hús­móðir. For­eldr­ar henn­ar: Axel Böðvars­son og k.h. Mar­grét Helga Stein­dórs­dótt­ir. Börn Ein­ars og Erlu: Val­dís, Ingi­mund­ur og Ing­veld­ur Þuríður.

Ein­ar lést 28. desember 1996.

Morgunblaðið 29. maí 2017.

 

 

 

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30